Thursday, January 31, 2008

Stjörnuspáin mín í dag

Mér finnst hún hljóma nokkuð skemmtilega:

Steingeit: Það leiðir margt gott af sér að gera ekki neitt. Gerðu því ekkert af mikilli ástríðu og krafti. Enn betra er að gera ekkert með vini.

Wednesday, January 23, 2008

Mér finnst

David Hasselhoff eigi að semja næsta Bond-lag og hoff-stæla bond aðeins upp.
Devo koma reyndar einnig til greina, þó þeir geti ekki hoff-stælað (vídeóið er reyndar eitthvað crappý jútúb heimgert dæmi, en lagið kemst til skila).

Tuesday, January 22, 2008

Erfitt að segja

Hvort sé betra, Devo, eða Weird Al að þykjast vera Devo.

Finnst mig einnig knúinn til að minnast á ábreiðu þeirra Devo manna á Are You Experienced með Jimi Hendrix.

Var ekki fleira í dag.

Thursday, January 10, 2008

Langaði að skrifa eitthvað nýtt

Jæja, enn eitt árið liðið með tilheyrandi látum. Árið 2007 var nokkuð viðburðarríkt og nóg var að gera. Í skólanum var nóg að gera, námið yfirleitt skemmtilegt en á báðum misserum var maður kominn nett með æluna upp í kok af vinnuálagi. Nú á ég bara eftir að fá tvær einkunnir og ef það gengur eftir er það bara verkefni og svo get ég farið að kalla mig meistara eins og þeir Björn og Óli Haukur.
Kalli og Telma giftu sig og af því tilefni var stórsveitin Blásýra kölluð aftur saman til setja punktinn yfir i-ið. Einkar ánægjulegt kvöld.
Við Sigrún byrjuðum að búa saman sem hefur einnig verið einkar ánægjulegt. Mössuðum síðari hluta ársins með fjórum flutningum á tímabilinu ágúst til desember. Höfum þar með búið í flestum hverfum Kaupmannahafnar. Svona flutningahrina er samt ekkert sem ég mæli með.
Það er örugglega fullt meira að segja um árið, en mér dettur ekkert sniðugt í augnablikinu. Langar samt að þakka öllum vinum og vandamönnum fyrir að hafa gert það svona skemmtilegt.
Markmið fyrir árið 2008 er að verða vonandi verkfræðingur, vera duglegur að æfa Taekwondo og reyna að æfa mig meira markvisst á gítar og bassa svo ég verði að betri tónlistarmanni. Sjáum svo til að ári hvort eitthvað af þessum markmiðum muni ganga upp.