Wednesday, February 27, 2008

Svanevej Quesadilla

Hráefni:

500g kjúklingur í bitum
2 paprikur, skornar í strimla
2 laukar skornir í strimla
stór dós af pinto baunum (eða nýrna eða chillý baunum)
minni dós af maísbaunum
poki af pítsaosti
poki af 4 - 6 wrap tortilla
0 - 2 chillíar (við setjum tvo)

marinering (nei, ekki Ham lagið):

1-2 lime, fer eftir stærð
væn tsk cumin (ekki kúmen)
c.a. tsk paprika
c.a. tsk kóríander
1/2 tsk chillí eða cayanne (skræfur geta sleppt eða sett minna)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk túrmerik
smá sykur til að vega upp á móti lime safanum
salt og pipar eftir smekk

Lime kreyst til að fá safann í skál. Kryddunum hrært saman við safann og kjúklingabitunum svo vellt upp úr honum. Setjið skálina svo í ísskáp í 30+ mínútur.
Þegar kjúklingurinn er búinn að marinerast er hann snöggsteiktur á pönnu. Síðan er paprikunum og lauknum bætt við og steikt í nokkrar mínútur áður en baununum er bætt við og öllu gumsinu leyft að steikjast í nokkrar mínútur í viðbót.
Hitið aðra pönnu að meðalhita og setjið tortilla köku á hana þurra. Dreifið yfir osti, síðan gumsi, meiri osti og að lokum annarri köku. Þegar osturinn fer að bráðna ætti hann að halda gumsinu á sínum stað. Eftir 2-3 mínútur má svo snúa við. Við setjum disk ofan á pönnuna, snúum pönnunni og rennum svo kökunni aftur á. Þegar hinn hliðinn er líka orðinn steikt er hægt að nota sömu aðferð við að ná kökunni af pönnunni. Skerið kökuna í sex sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma og salsa sósu.
Gumsið á að duga í alla vega 2 - 3 kökur.

Tuesday, February 26, 2008

Af buxum og buxnaleysi

Ég lenti í því stuttu eftir að ég kom aftur til Danaveldis að tvær af mínum gallabuxum tóku upp á því að byrja að rifna. Aðrar rifnuðu í sundur í klofinu og eru því eiginlega algerlega ónothæfar. Hinar hafa þjónað mér í mörg ár og er komið gat á annað hnéð, eins og við hefði svo sem mátt búast. Því má hins vegar líkast til redda, eða ganga í þeim með gat á hnénu. Fræðilega á ég því 5 buxur í Danmörku, en af þeim eru einar íþróttabuxur, einar taekwondo buxur, einar með rifið klof og einar með rifið hné. Af því leiðir að í praksís slefa ég upp í tvær buxur sem ég get gengið í dags daglega. Ég fór því á stúfana að leita mér að buxum um helgina, bamm lágmark 10þús kjell fyrir mannsæmandi gallabuxum. Mér finnst það ansi hart að þurfa að selja annan fótinn til að geta keypt sér buxur fyrir daglega notkun, sérstaklega þegar maður mun bara hafa eftir einn fót til að klæða. Mesta böggið er svo að ég á hátt í 20þús króna inneign í Kringlunni sem hefði verið sniðugt að nýta ef buxurnar hefði tekið upp á því að rifna eins og viku fyrr en þær gerðu, nornirnar þrjár hlæja núna á minn kostnað. Ætli maður þurfi ekki annaðhvort að fara að læra að sauma föt eða þefa uppi útsölur og afslætti.

Thursday, February 21, 2008

Leti

Já, sökum leti er orðið langt síðan að ég lagði orð í belg. Febrúar er búinn að einkennast af því að það er sofið langt fram á dag og vakið allar nætur. Mastersverkefnið mitt byrjar formlega um mánaðarmótin, þ.a. ég er núna í lestímabili þar sem ég á að finna hjá mér þörf að lesa um dót sem tengist verkefninu mínu. Sjálfsagi er ekki mín sterkasta hlið þ.a. síðustu 2 vikur eða svo hafa bara verið nýttar 90% eða svo í leti.
Ég skráði mig í einn kúrs, upp áhuga vantar ekki einingar, til að halda mér við efnið, en sú áæltun hefur ekki gengið eftir þar sem ég hef heldur ekkert verið að mæta eða gera neitt þar.
Þessi vika hefur mikið farið í gestagang þar sem Hjalti vinur Sigrúnar gisti hjá okkur frá sunnudegi og fór í morgun. Gerðum túristalegt dót eins og að skoða Kronenborg slot í Helsingør og drukkum bjór. Haukur bróðir hennar Sigrúnar er svo rétt ókominn og á að kynna honum fyrir danskri aktivistamenningu.
Ég eignaðist líka nýtt gæludýr sem má sjá í þessu myndaalbúmi. Þeir sem geta fundið það fá bjór.
En betur má ef duga skal. Í næstu viku ætla ég að hrista af mér slenið, drekka kannski aðeins minni bjór, meira kaffi og gerast bókasafnsormur. Mæta líka fullt í taekwondo til að koma í veg fyrir bókasafnskrippu.
Þess má geta að við fengum leið á að borða alltaf bara hakk og kjúkling í öll mál, þ.a. við höfum ákveðið að hafa fisk eða skelfisk a.m.k. tvisvar í viku í kvöldmat og alla vega einn grænmetisrétt í viku. Hingað til hafa t.d. kjúklingabaunakarrý og bretonsk fiskisúpa verið að vekja mikla lukku.
Held ég sé búinn að rausa um allt sem mér dettur í hug :P