Tuesday, February 26, 2008

Af buxum og buxnaleysi

Ég lenti í því stuttu eftir að ég kom aftur til Danaveldis að tvær af mínum gallabuxum tóku upp á því að byrja að rifna. Aðrar rifnuðu í sundur í klofinu og eru því eiginlega algerlega ónothæfar. Hinar hafa þjónað mér í mörg ár og er komið gat á annað hnéð, eins og við hefði svo sem mátt búast. Því má hins vegar líkast til redda, eða ganga í þeim með gat á hnénu. Fræðilega á ég því 5 buxur í Danmörku, en af þeim eru einar íþróttabuxur, einar taekwondo buxur, einar með rifið klof og einar með rifið hné. Af því leiðir að í praksís slefa ég upp í tvær buxur sem ég get gengið í dags daglega. Ég fór því á stúfana að leita mér að buxum um helgina, bamm lágmark 10þús kjell fyrir mannsæmandi gallabuxum. Mér finnst það ansi hart að þurfa að selja annan fótinn til að geta keypt sér buxur fyrir daglega notkun, sérstaklega þegar maður mun bara hafa eftir einn fót til að klæða. Mesta böggið er svo að ég á hátt í 20þús króna inneign í Kringlunni sem hefði verið sniðugt að nýta ef buxurnar hefði tekið upp á því að rifna eins og viku fyrr en þær gerðu, nornirnar þrjár hlæja núna á minn kostnað. Ætli maður þurfi ekki annaðhvort að fara að læra að sauma föt eða þefa uppi útsölur og afslætti.

1 Comments:

Blogger Björn said...

Þú getur tjekkað á H&M sem er nú oft ekki dýr verslun en samt fín föt. Síðan keypti ég mér gallabuxur í New Yorker á Strikinu og það voru kostakaup. Man ekki hvað ég borgaði, en það voru skyrta og buxur sem saman kostuðu vel undir 10Þ ISK.

1:13 AM  

Post a Comment

<< Home