Monday, December 10, 2007

Eitt er víst

Og það er sú staðreynd að níundi áratugurinn gaf af sér ótrúlegt magn cheesy myndbanda, og oft jafnvel við fínustu lög. Ætla því að setja af stað nokkur einvígi þar sem þeir sem að skoða þetta blessaða blogg (allir þrír eða svo) geta valið um milli tveggja myndbanda frá tveimur hljómsveitum og gefið örðu því sitt ostaatkvæði, eitthvað svona til að drepa tímann þegar menn nenna ekki að læra í prófunum. Byrjum á:

Iron Maiden: Run To The Hills

Dio: Holy Diver

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Dio fær allan ostinn minn! Úff, kjánahrollur.

10:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Dio í Osta&Smjörsöluna!

1:40 PM  
Blogger Karl Jóhann said...

Hvað ertu að tala um maður?! Iron Maiden myndbandið er kúl!

Dio aftur á móti...djöfull er Ronnie litli ljótur! There's a truth as hard as steel að Dio sökkar!

12:52 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Þótt Run To The Hills sé þrusu slagari, þá veit ég ekki alveg hvað menn voru að pæla að setja þessa svarthvítu Chaplin indíánamynd í myndbandið !
Dio að stunda LiveActionRoleplay í myndböndunum sínum er náttúrulega ostur frá helvíti, þ.a. hann á þetta dúel alla vega unnið, enda erfit að finna verðugan andstæðing gegn Dio á þessum vetvangi.
En lögin eru nú góð og það er það sem gildir, já, já ...

2:40 AM  

Post a Comment

<< Home