Thursday, February 21, 2008

Leti

Já, sökum leti er orðið langt síðan að ég lagði orð í belg. Febrúar er búinn að einkennast af því að það er sofið langt fram á dag og vakið allar nætur. Mastersverkefnið mitt byrjar formlega um mánaðarmótin, þ.a. ég er núna í lestímabili þar sem ég á að finna hjá mér þörf að lesa um dót sem tengist verkefninu mínu. Sjálfsagi er ekki mín sterkasta hlið þ.a. síðustu 2 vikur eða svo hafa bara verið nýttar 90% eða svo í leti.
Ég skráði mig í einn kúrs, upp áhuga vantar ekki einingar, til að halda mér við efnið, en sú áæltun hefur ekki gengið eftir þar sem ég hef heldur ekkert verið að mæta eða gera neitt þar.
Þessi vika hefur mikið farið í gestagang þar sem Hjalti vinur Sigrúnar gisti hjá okkur frá sunnudegi og fór í morgun. Gerðum túristalegt dót eins og að skoða Kronenborg slot í Helsingør og drukkum bjór. Haukur bróðir hennar Sigrúnar er svo rétt ókominn og á að kynna honum fyrir danskri aktivistamenningu.
Ég eignaðist líka nýtt gæludýr sem má sjá í þessu myndaalbúmi. Þeir sem geta fundið það fá bjór.
En betur má ef duga skal. Í næstu viku ætla ég að hrista af mér slenið, drekka kannski aðeins minni bjór, meira kaffi og gerast bókasafnsormur. Mæta líka fullt í taekwondo til að koma í veg fyrir bókasafnskrippu.
Þess má geta að við fengum leið á að borða alltaf bara hakk og kjúkling í öll mál, þ.a. við höfum ákveðið að hafa fisk eða skelfisk a.m.k. tvisvar í viku í kvöldmat og alla vega einn grænmetisrétt í viku. Hingað til hafa t.d. kjúklingabaunakarrý og bretonsk fiskisúpa verið að vekja mikla lukku.
Held ég sé búinn að rausa um allt sem mér dettur í hug :P

2 Comments:

Blogger Karl Jóhann said...

Hmmm... telst kassagítar til gæludýra?

1:31 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Teljast ekki allir gítarar til gæludýra ?

3:50 AM  

Post a Comment

<< Home