Friday, February 17, 2006

Hart mætir hörðu

Jæja, fyrstu lotu lokið í tónlistarkeppni okkar Kalla með 4-3 sigri mínum. Höfum reyndar ákveðið að héðan í frá sé það sé sem er fyrstur að fá 3 atkvæði sem hrósar sigri. Alla vega, Kalli ákvað að skjóta til baka með íslensku pönki frá pönktímabilinu (snemma in the 80's) og valdi Ó Reykjavík með vonbrigði. Það dugar þá ekkert annað í minni stöðu en valta bara yfir þetta með Bjór í boði Fræbbblanna, enda finnst mér bjór svo góður ! Njótið vel:

Fræbbblarnir - Bjór

Friday, February 10, 2006

Es gibt einer klukk !

Telma ákvað að klukka mig:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

* Flokkstjóri í unglingavinnunni
* Þjónustufulltrúi hjá VÍS
* Gestamóttaka á hóteli
* Bensíntittur

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

* Monty Python & the Holy Grail
* Office Space
* LOTR
* Platoon

4 staðir sem ég hef búið á:

* Seltjarnarnes
* Reykjavík
* Seltjarnarnes
* Seltjarnarnes

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

* Family Guy
* Firefly
* Rome
* The Simpsons

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

* Spánn
* USA
* Þýskaland
* Slóvenía
ofl. ofl.

4 heimasíður sem ég skoða daglega:

* ugla.hi.is
* kor.hi.is
* www.hugi.is
* gmail.com

... bloggin hjá vinum mínum

4 máltíðir sem ég held upp á:

* lasagne
* risotto
* hinir ýmsu karrý réttir
* tælenskur/mexíkóskur matur

4 bækur sem ég les oft:

Les bækur almennt bara einu sinni yfir og nenni ekki að telja upp skólabækur, en hér eru nokkrar góðar:

*Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum
*Harry Potter
*Discworld bækurnar
*Sharpe bækurnar

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

* HMV í London
* TOOL tónleikum
* Fu Manchu tónleikum
* Stað þar sem ég fæ gefins fullt af pening, eða gítar, eða magnara, eða tölvu, eða bíl, eða eitthvað annað skemmtilegt

Wednesday, February 01, 2006

Nýr tónlistarleikur

Hef komist að þeirri niðurstöðu að koverlaga leikurinn er ekki að virka þar sem Kalli veit alltaf allt manna fyrst. Hef því brugðið á það ráð að hefja nýjan leik þar sem ég skora á Kalla ! Hvert skipti munum við til skiptis tefla fram lagi úr einhverjum flokk og viðkomandi þarf síðan að svara til baka með lagi úr sama flokk. Sá sem fær svo fleiri komment á sitt blogg sem segja að þeirra lag sé betra, eða verra ef um það er keppt (vondulaga keppnir oft hressar :P), vinnur. Ætla að byrja hér á þungarokks power-ballöðum og tefla fram Still Loving You með þýsku hetju-rokkurunum í Scorpions. Ef þið verðið einhvern tíman fyrir mikilli ástarsorg er ekkert annað í stöðunni en að skella sér í spandex, sækja ghettoblasterinn og botna svo þetta lag hjá klettabrún með hárið flaksandi í vindinum. Ef Kalli tekur áskoruninni er hlekkur að heimasíðunni hans hér hægra megin á síðunni. Gjörið svo vel:

Scorpions - Still Loving You