Wednesday, September 03, 2008

Að fá lög á heilann

Ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna virðist sem að þegar maður fær lög á heilann, þá eru það alltaf slæm lög eða hræðileg stef. Við fórum í bíó um daginn (að horfa á myndband er góð skemmtun) og sáum gamanmyndina Get Smart, sem er fínasta afþreying. Á undan myndinni var auglýsing frá símafyrirtækinu Sonofon með frekar hræðilegu hip hop stefi (sem má sjá hér). Ég fór svo út að skokka í gær til að liðka lappir og hreinsa hugann en það hefði ég betur látið ógert, alla vega partinn með að hreinsa hugann, því um leið og hugurinn var orðinn hreinn byrjaði hann að verða mengaður af þessu stefi, mér til mikilla ama. Þar áður hafði ég svo fengið þetta hræðilega kover Sign á heilann. Mér finnst að það eigi einhverjir vísindamenn að eyða bæði tíma og fjár í að komast að því hvað veldur þessu og finna leið til að fyrirbyggja að svona gerist.

Annars er ég búinn að versla mér flug til Íslands. Laugardaginn 20. september lendi ég á Íslandi klukkan hálf þrjú. Þá verður 2ja ára búsetu í Danaveldi lokið.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

vúhú kemuru þá í kórinn?

10:06 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Já, ég hugsa að ég spjalli við hann Gunnstein og athugi hvort hann vanti reynslubolta til að bæta í 75 manna hópinn sinn.

3:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

játs alltaf pláss :D

9:14 AM  

Post a Comment

<< Home