Saturday, April 12, 2008

Heja Norge

Um síðustu helgi var skroppið í stúdentafrí til Kristiansand í Noregi að heimsækja hana Hafdísi. Flogið var af stað til Osló með norsku ofurlággjaldaflugfélagi snemma á fimmtudagsmorgni. Í Osló beið okkar hangs á aðalbrautarstöðinni meðan að við biðum eftir að lággjaldarútan færi til Kristiansand. Eftir 5 tíma skrölt í rútunni, þar sem við sváfum mest alla leiðina, vorum við svo loks komin til Kristiansand um níuleytið um kvöldið, þar sem Hafdís beið okkar á bleiku hjóli. Versluðum í matinn og hófum fyrstu öldrykkju kvöldsins.
Daginn eftir skoðuðum við miðbæinn í Kristiansand, sem er ferkantaður, lítill og sætur. Fengum okkur kaffi og röltum svo um upp skógiþakinn hól á eyju við bæinn. Sáum þar meðal annars dádýr og fallbyssur. Eftir það var mál að drífa sig í búðirnar þar sem Norðmenn leyfa bjórsölu í búðunum, en læsa bjórkælunum klukkan sex. Fengum þá að komast að því að Noregur er örugglega eina landið sem er með dýrari bjór en Ísland :o Um kvöldið tók svo við meiri eldamennska og ölþamb með alþjóðlegum íbúum stúdentagarðanna.
Laugardagurinn fór í svipaða rútínu, meiri göngutúr í norsku skóg -og hálendi, nema núna hittum við brjálaðar endur og Sigrúnu tókst að detta niður úr tré og snúa sig.
Eftir göngutúrinn var þynnkan farinn og tími á meiri eldamennsku og öldrykkju. Svo var kíkt í partý á kollegíinu, þaðan haldið niður í bæ og svo eftirpartý í herberginu hennar Hafdísar.
Sunnudagurinn fór svo í almenna þynnku og vídeogláp.
Mánudaginn var svo haldið af stað heim til Köben snemma um morguninn. Í þetta skiptið var ekki sofið alla leiðina í rútunni, þ.a. að maður gat skoðað norskt landslag út um gluggan, sem er töluvert mikilfenglegra en það danska. Við tók svo önnur bið í Osló, en í þetta skiptið ákváðum við að rölta aðeins um miðbæ borgarinnar. Sáum t.d. vaktaskipti við konungshöllina og komumst að því að Karl Jóhann er mjög vinsæll þar á bæ. Um mánudagskvöldið voru svo þreyttir en glaðir ferðalangar komnir aftur heim á Svanevej.

Einhverjir myndir má finna hér, en svo ætti Hafdís einnig að luma á fleirum.

4 Comments:

Blogger Sigrún said...

Hvaða þynnka...? ;) Ég var ekkert þunn, eða kannski bara smá á sunnudeginum, enda afrekaði ég að steinsofna í eftirpartýinu og vakna þegar gestirnir voru farnir og fara á trúnó þá! :p Tekur á að djamma á einum fæti sko!

10:15 AM  
Blogger Unknown said...

Hehehe já þú stóðst þig mjög vel að vera einfætt Sigrún... Ég skelli mínum myndum inn fljótlega, hef verið svo löt við að hanga í tölvunni undanfarna daga :p

11:49 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Já, suss, hættu að spila Bach og skelltu inn þessum myndum ;)

3:52 AM  
Blogger Unknown said...

Ég hætti að spila Bach nógu lengi til að skella inn þessum örfáu myndum sem eitthvað vit er í á netið... En bloggið mitt vill ekki leyfa mér að setja inn myndir út af því að ég skulda 50 kall eða eitthvað svoleiðis, svo ég setti þær á fésbókina :)

Ég þarf virkilega að fara að kaupa nýja myndavél...

4:45 PM  

Post a Comment

<< Home