Thursday, March 06, 2008

Þungarokksharðkjarni

Við Sigrún ákváðum að brjóta upp úr vananum í gær og kíkja á tónleika. Fyrir valinu varð þungarokksharðkjarni í boði The Dillinger Escape Plan og Poison The Well, en tónleikarnir voru haldnir í Pumpehuset við Studiestræde. Við byrjuðum á að komast að því að danskir eru hrifnari af því en Íslendingar að láta tónleikana byrja á tilskyldum tíma. Við mættum í sakleysi okkar 50 mín eftir að tónleikarnir áttu að hefjast, og var þá upphitunarbandið, Stolen Babies, búið og Poison The Well ný byrjaðir á sínu prógrami. En við létum ekki það á okkur fá og tróðum okkur framarlega í þvöguna og gerðum okkar besta til að njóta tónleikanna. Stillingin á míkrafóninu mvar eitthvað að stríða PtW þar sem oft heyrðist lítið sem ekkert í söngvaranum þegar hann var að syngja hreina söngkafla, og ef hann reyndi að syngja nær í míkrafóninn fór bara að koma feedback. Það lagaðist þó sem eftir leið á tónleikana og var alveg komið í lag þegar komið var að Dillinger. Þrátt fyrir þetta stóðu Poison The Well sig með ágætum, spiluðu þétt sett og kom mér skemmtilega á óvart hve vel nýju lögin nutu sín í lifandi flutningi, en ég hafði ímyndað mér að þau lög væru betur fallinn plötuforminu.
Þegar Poison the Well höfðu lokið við að spila síðustu slagarana var gengið í nauðsynleg mál eins og að koma jökkunum í fatahengið og fá sér 2 bjóra. Dillinger komu svo á svið eftir hlé með látum eins og þeim er einum lagið, með reyk, ljósadýrð og almennu brjálæði. Liðsmenn þeirra sveitir eru ekki mikið fyrir að hafa eigin heilsu í fyrirrúmi og voru duglegir að sveifla hljóðfærum, hoppa, skoppa og klifra á hátölurum. Aðalgítarleikari og lagahöfundur sveitarinnar (Ben Weinman) var einkar duglegur að vanstilla sína gítara og slíta strengi, ásamt því að berja í þá, sveifla þeim og kasta þeim um. Í öðru lagi sveitarinnar (43% Burnt) var hann t.d. strax búinn að afstrengja annan gítarinn sinn. Var því maður í vinnu við það alla tónleikana að halda gíturunum hans gangandi og þurfti nokkrum sinnum að skipta um gítar í miðju lagi. Einn monitor fékk líka að fjúka eftir að söngvarinn hafði verið að hoppa og skoppa á honum. Allt í allt voru tónleikar Dillinger stórgóðir, ný og gömul lög blönduðust vel saman, hljóðfæraleikurinn mjög þéttur (lög Dillinger eru yfirleitt frekar erfið í spilun) og sviðsframkoman til fyrirmyndar.
Keypti mér svo hvítan Poison The Well bol í safnið, smá tilbreyting frá þeim svörtu.

Til gamans lærði ég af þessum tónleikum eftirfarandi:
1. Söngvarar í þungarokksharðkjarnaböndum þurfa greinilega að lyfta mikið og vera skornir og massaðir í drasl.
2. Gítarleikararnir þurfa að taka tíma hjá íþróttaálfinum svo þeir geti tekið fimleikahopp og spilað á gítar á sama tíma.
3. Bassaleikurum er skilt að kunna að dansa með grúvinu með hökunni.

Tóndæmi og sjóndæmi:
Zombies Are Good For Your Health , fyrsta "lokalag" Poison The Well á tónleikunum

43% Burnt , annað lag Dillinger á tónleikunum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home