Saturday, March 29, 2008

Af þungarokki og öðrum hlutum

Fór á tónleika á miðvikudaginn að sjá Phil Anselmo og félaga í Down. Skemmti mér vel og náði að æfa flösuþeytingar með gott útsýni nálægt sviðinu. Phil hélt egóinu sínu í lágmarki og var skemmtileg partýstemning yfir tónleikunum.
Heimilishaldið hér er orðið háð House, þrátt fyrir sjónvarpsleysi, eða kannski vegna þess þar sem alnetið hefur verið nýtt til að horfa á 12 þætti af 4ðu seríu. Þar sem ég hafði ekkert fylgst með þessum þáttum áður þarf maður að fara að skoða eldri seríurnar líka.
Er að lesa sænska bók um templarariddarann Arn á dönsku. Búinn með 312 blaðsíður af dönsku máli um Svía.
Wacken miðarnir okkar komu í vikunni. Nú þarf maður að fara að æfa flösuþeytingar í 30 mín daglega.
Cavalera bræðurnir virðast hafa komið saman og gefið út plötu. Ætla að tjekka á því og vona að það sé eitthvað í ætt við gamla Sepultura dótið. Hér er plötudómur
Svo var ég að komast að því að hvorki Sigrún né Gaui hafa séð Blade Runner. Ég hélt að allir hefðu séð Blade Runner !

5 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég hef ekki séð Blade Runner...

1:49 PM  
Blogger Karl Jóhann said...

Hlakka til að tjekka á Cavalera bræðrunum... og horfa á Blade runner, yeah baby!

3:31 PM  
Blogger Björn said...

Það er fólki sem hefur ekki séð Blade Runner að kenna að ástand íslensku krónunnar er eins slæmt og það er.

9:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu, er ekki Blade Runner kennd í sjöunda bekk?

2:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu, er ekki Blade Runner kennd í sjöunda bekk?

2:24 PM  

Post a Comment

<< Home