Wednesday, March 19, 2008

Dauði sjónvarps

Sjónvarpið okkar dó í gær. Ég tók þá óskynsamlegu ákvörðun að þvælast úr rúminu um miðja nótt og fara á klósettið. Afleiðingin af því var sú að þegar ég var að staulast í myrkrinu rak ég mig í sjónvarpið sem hrundi með látum. Og núna vill ekki kvikna á því. Og verst að öllu er að fyrr um daginn fórum við í Fona og keyptum fullt af DVD til að horfa á um páskana. Svona eru örlögin stundum grátbrosleg. Eina sem maður getur gert til að lyna þjáninguna er að horfa á aulahúmor á jútúb, eins og þetta:

Powerthirst
Powerthirst 2: Re-Domination

2 Comments:

Blogger gemill said...

bömmari. Ekki veit hvað ég myndi gera ef mitt tv faæri nú að klikka svona rétt yfir hátíðar.

1:18 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Lappinn minn hefur tekið við af sjónvarpinu :/

7:06 AM  

Post a Comment

<< Home