Wednesday, February 01, 2006

Nýr tónlistarleikur

Hef komist að þeirri niðurstöðu að koverlaga leikurinn er ekki að virka þar sem Kalli veit alltaf allt manna fyrst. Hef því brugðið á það ráð að hefja nýjan leik þar sem ég skora á Kalla ! Hvert skipti munum við til skiptis tefla fram lagi úr einhverjum flokk og viðkomandi þarf síðan að svara til baka með lagi úr sama flokk. Sá sem fær svo fleiri komment á sitt blogg sem segja að þeirra lag sé betra, eða verra ef um það er keppt (vondulaga keppnir oft hressar :P), vinnur. Ætla að byrja hér á þungarokks power-ballöðum og tefla fram Still Loving You með þýsku hetju-rokkurunum í Scorpions. Ef þið verðið einhvern tíman fyrir mikilli ástarsorg er ekkert annað í stöðunni en að skella sér í spandex, sækja ghettoblasterinn og botna svo þetta lag hjá klettabrún með hárið flaksandi í vindinum. Ef Kalli tekur áskoruninni er hlekkur að heimasíðunni hans hér hægra megin á síðunni. Gjörið svo vel:

Scorpions - Still Loving You

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Iss, þú ert bara að reyna að komast hjá því að borga mér bjórinn! En jæja, bring it þá!

8:49 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

leggjum þá bara undir 2 bjóra ;)

9:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, þetta er loksins komið, fékk ekki að pósta hjá blogger í gær útaf einhverjum ástæðum...

4:04 AM  
Blogger Einar said...

Þú færð mitt atkvæði. Scorpions bursta Guns í páerinu

6:06 AM  
Blogger Birna Kristín said...

Ekki auðvelt að velja... Það verður að viðurkennast. En Scorpions fá mitt atkvæði fyrir að vera svona skemmtilega og já.. skelfilega dramatískir. Gerist varla meira ekta.

3:34 PM  
Blogger Guðjón said...

Ég kýs Scorpions því ég heyrði það einu sinni í söngvarakeppni trúlega í skólanum mínum og þótti gott. Þá er ég samt ekki að segja að Gunsararnir séu slappir, því þeir hafa í a.m.k. 14 ár verið ein af mínum uppáhalds. Bara í þetta sinn tek ég Scorpions framyfir.

12:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er ekki kominn tími á að lýsa yfir jafntefli og halda áfram á næstu umferð?

5:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Scorpions fá mitt atkvæði.

Ég veit að Lára var ansi heit fyrir laginu Guns'n'Roses þannig að þetta helst í jafnteflinu ef hún mætir á kjörstað.

6:03 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

ok, þá er ég búinn að vinna þessa lotu svo við getum farið yfir í næstu :P

6:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hey! Telst ekki!

8:40 AM  

Post a Comment

<< Home