Gleðileg jól !
Vil óska öllum gleðilegra jóla, góðrar átu, flottra pakka og yndislegrar stundar hvar sem þeir eru. Ég ætla að fá mér sjávaréttakokteil, rjúpu og búðing, opna svo pakka og heyra svo bróður minn syngja á miðnætursmessu biskups. Á morgun jólamessa með uppáhalds kórnum mínum, jólaboð heima með fullt af hangiketi og svo árlegt spilakvöld. Rjúpnasúpa og Narnía þann annan í jólum. Og svo á ég afmæli þann þriðja og svo koma áramót. Nóg að gerast af skemmtilegum hlutum. Ætla að lokum að leyfa Elton John að syngja inn jólin, hann náttla nýgiftur og sællegur kallinn.
Step Into Christmas
Step Into Christmas
3 Comments:
Gleðileg jól og farsælt komandi afmæli!
Gleðileg jól
Til hamingju með afmælið.
Post a Comment
<< Home