Þyrni-Þórir vaknar af værum blundi
Í dag vaknaði ég fyrir einum og hálfum tíma síðan eftir mjög svo nauðsynlegan 12 tíma svefn. Á föstudaginn klárað 2ja daga heimapróf í stafrænnimerkjafræði sem leiddi af sér lítinn svefn þá 2 daga. Smá svefn náðist yfir daginn áður en haldið var á Nasa að sjá Telmu keppa í Idol. Síðan haldið til Birnu og bjór sötraður til 6 um morguninn. Sofnað um hálf sjö, vaknað um hádegi og farið í mjög svo þreytt bandý. Eftir bandý á ég 3stk missed call frá Gunna sem sárvantaði mannskap til að þjóna í jólahlaðborði á Borginni. Kl 6 þann daginn var því eldskírn mín sem þjónn og eftir 8 tíma af hlaupum í lakkskóm með bakka í annarri var bakið á mér orðið eins og hjá áttræðum manni. Síðan tók við bjórsötr eftir vakt ásamt kebabáti. Sofnað aftur kl 6:30 um morguninn. Vaknað um hádegi og farið að skoða jólagjafir í bænum með familíunni .... zombí stæl. Mamma og pabbi áttu brúðkaupsafmæli (og Óli afmæli, til hamingju með daginn Óli) svo kvöldmatur var snæddur á Galileó og svo farið á jólatónleika Langholtskirkjukórsins. Skemmtilegir jólatónleikar sem komu manni í ágætisjólaskap. Eivör finnst mér alltaf skemmtileg söngkona með mjög sérstaka rödd, finnst alltaf eins og hún sé nýkomin úr álfahólnum sínum til að heilla okkur hin mennsku með sírenurödd sinni. Eftir tónleika var því ekki annað gera en að fara að sofa, síðustu 108 tíma örugglega ekki sofið meira en 20 svo nú var komið að skuldadögum !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home