Monday, November 28, 2005

Loksins kominn ný bloggfærsla !!

Ætlaði að skrifa hér á þessa helgu síður fyrir viku síðan, en gerði einhvern veginn ekkert í málinu. Þá ætlaði ég að segja frá myndinni Serenity sem ég fór að sjá á föstudeginum fyrir viku. Þar var á ferð mjög skemmtileg sci-fi mynd, furðulega blanda af Star Wars og klístvúdd spagettí vestra sem virkar mjög vel. Myndin er framhald sjónvarpsþátta um ævintýri áhafnar geimflaugarinnar Serenity, og vildi svo skemmtilega til að móðir mín fór til London í síðustu viku í nokkra daga og fann þar seríuna á hálfvirði, og höfum ég og bróðir minn verið að vinna í því að slátra henni. Búnir með 3 diska af 4, og eru seríurnar ekkert síðri en myndinn. Dótið fær topp einkunn frá mér !
Meira bíó um helgina þar sem farið var að sjá Harry Potter og eldbikarinn. Myndinn var í all flesta staði mjög góð og hafði ég mjög gaman af að sitja í sætinu mínu og glápa á stóra skjáinn. Saknaði soldið húsálfanna Dobby og Winky sem fengu ekki að vera með í myndinni, húsálfar alveg með skemmtilegri verum í bókunum. Ekki var heldur lagt í að gera blast-ended-skrewts "dýrinn" sem Hagrid notað við kennslu, og að endingu smellti einu í völundahúsið. Dumblidori átti það líka til að æsa sig aðeins meira en manni finnst eðlilegt úr bókunum, en þar er hann alltaf pollrólegur. En þetta eru bara smáatriði sem skipta ekki öllu fyrir heildina þegar menn reyna að gera mynd úr bók.Eftir mynd glögg hjá Gísla, en glöggið var ansi gott á bragði, þó kannski ekki jafn gott í malla.
Núna þarf ég líklega að fara að einbeita mér aftur að náminu. Skila lokaverkefnum og kynna með fyrirlestri, bæði á föstudegi og næsta mánudag, og gilda bæði góðan part af lokaeinkunn. Verður nóg að gera og maður verður að halda vel á spöðunum. Set inn að lokum smá gott grúv í boði Brant Bjork, fyrrum trommara Kyuss og Fu Manchu. Músík sem ætti að óma þegar allir eru komnir í pottinn í Skálholti :)
My Ghettoblaster
Joey's Radio

0 Comments:

Post a Comment

<< Home