Símanum mínum var stolið !!
Í dag er ég pirraðri en allt ! Símanum mínum og veskinu mínu var stolið í gær, og miðinn minn á Hættu tónleikana með HAM innanborðs var í veskinu (mér greinilega ekki ætlað að sjá HAM !). Eftir nokkuð gott djamm með vinum mínum endaðum við á Hressó, og þegar við ætluðum að fara þaðan kom í ljós að það var búið að tæma vasa úr öllum jökkum og tæma öll veski. Reiði minni og pirringi á þeim tímapunkti verður ekki lýst með orðum. Svo er ég líka að mála herbergið mitt og missti því af bandý í dag, sem var líklega bara fyrir bestu. Hefðu örugglega enda með að slasa einhvern óvart. Síminn minn var ekki orðinn 2 vikna gamall og var svo töff, alveg sama um veskið (nema tónleika miðann) það er bara bögg en maður sækir bara kortin sín aftur. Vil biðja þann sem stal símanum mínum að vinsamlegast hafa samband við mig svo ég geti slegið hann og fengið símann minn aftur !!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home