Tuesday, January 31, 2006

Að fara eða fara ekki á Hróaskeldu ?

Sá stórviðburður mun eiga sér stað í sumar að stórsveitin TOOL, sem ku vera eitt af mínum uppáhaldsböndum (ef ekki uppáhalds), mun spila á Hróaskeldu. Það er því nokkuð augljóst að mig langar ansi mikið að fara og sjá goðin spila. Hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að það er ekki gefins að fara á Hróaskeldu og þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að ég sé á leið út í nám í haust mun maður þurfa á peningum að halda til að geta lifað. Óli lagði til að ég gerði lista eftir þau 10 starfandi bönd sem mig myndi mest langa að sjá á tónleikum, og ef 5 þeirra muni spila á Hróaskeldu þá verði ég að fara. Ég á reyndar frekar erfitt með að velja svo ég henti hérna inn nokkrum böndum sem mig langar töluvert að sjá og á eftir að sjá, alveg nógu litlar líkur að það komi 5 af þessum lista. Sjáum hvernig það fer:

TOOL
Fu Manchu
Down
Real Mckenzies
Pink Floyd
Bad Religion
Tomahawk
APC
Transplants
System of a Down
Hermano
Slayer
Dinosaur Jr.
Opeth
NoFX
Muse
Incubus
Helmet
Clutch

Smellum inn einu koverlagi í viðbót:
koverlag5

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta myndi ég giska á að væri Fu Manchu að taka lag sem að öllum líkindum heitir Godzilla, eða Go Go Godzilla...hef ekki hugmynd eftir hvern það er samt!!!

3:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég myndi btw mæta á tónleika með þessum hljomsveitum þó ég þyrfti að selja nýra til þess...þó ég sé reyndar búin að sjá allavega 5 þeirra...

3:33 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Fu Manchu að kovera Godzilla eftir Blue Oyster Cult. Ætla að gera nýjan leik þar sem við keppum, þessi ekki alveg að virka !

6:59 AM  
Blogger Einar said...

Opeth var að melda sig á Roskilde

1:25 AM  

Post a Comment

<< Home