Tuesday, January 31, 2006

Að fara eða fara ekki á Hróaskeldu ?

Sá stórviðburður mun eiga sér stað í sumar að stórsveitin TOOL, sem ku vera eitt af mínum uppáhaldsböndum (ef ekki uppáhalds), mun spila á Hróaskeldu. Það er því nokkuð augljóst að mig langar ansi mikið að fara og sjá goðin spila. Hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að það er ekki gefins að fara á Hróaskeldu og þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að ég sé á leið út í nám í haust mun maður þurfa á peningum að halda til að geta lifað. Óli lagði til að ég gerði lista eftir þau 10 starfandi bönd sem mig myndi mest langa að sjá á tónleikum, og ef 5 þeirra muni spila á Hróaskeldu þá verði ég að fara. Ég á reyndar frekar erfitt með að velja svo ég henti hérna inn nokkrum böndum sem mig langar töluvert að sjá og á eftir að sjá, alveg nógu litlar líkur að það komi 5 af þessum lista. Sjáum hvernig það fer:

TOOL
Fu Manchu
Down
Real Mckenzies
Pink Floyd
Bad Religion
Tomahawk
APC
Transplants
System of a Down
Hermano
Slayer
Dinosaur Jr.
Opeth
NoFX
Muse
Incubus
Helmet
Clutch

Smellum inn einu koverlagi í viðbót:
koverlag5

Monday, January 23, 2006

Gleði og glaumur

Jæja, kominn mánudagur og eftir sitja minnigar af enn einum stórskemmtilegum æfingabúðum í Skálholti, held að maður sé enn pínu eftir sig eftir allt djammið. Helgin byrjuð á föstudegi með góðum rúnt upp í Skálholt, huggulegum kvöldmat eftir eldamennsku á tæki sem er bæði í senn ofn og eldavél, bjór til að skola niður tælenska kjúklinga karrýinu, æfing og svo sniðugir leikir ásamt einum bjór í viðbót. Ég virðist aldrei geta vaknað á morgnanna svo ég missti af fyrstu æfingunni, en tók þeim mun meira á söngnum eftir hádegi. Æfingu lýkur um 5 og viðtekur bjórdrykkja, sturta, fá gamla spælda hænu að gjöf, grilla hamborgara oní 50 manns í skítaroki með aðstoð Einars og Magga skáta sem bjargað deginum með höfuðljósinu sínu, busavígsla, skemmtiatriði, djamm, óvænt afmælisveisla Kristínar Baldurs, heitur pottur og taumlausgleði. Daginn eftir keyrt heim í vægri þynnku og mikilli þreytu. Frábærar æfingabúðir sem erfitt er að toppa :D
Ætla að henda hérna inn nýju koverlagi fyrir leikinn:
koverlag4

Monday, January 16, 2006

Koooverlagakeppnim - lota 3

Kalli fór auðveldlega með síðasta lag og fékk 3 stig svo hann er nú með 4 og Gaui 2. Hér er eitt kover sem mér finnst ansi skemmtilegt, ætla að athuga hvort menn þekki þetta ekki:
koverlag3

Friday, January 13, 2006

Koooverlagakeppnin - önnur lota

Jæja, fyrstu lotu lokið en þar fékk Gaui flest stig, 2, og Kalli 1. Sjáum hvort næsta lag sé ekki aðeins þyngra:
koverlag2

Tuesday, January 10, 2006

Koooverlagakeppnin - fyrsta lota

Ákvað í dag að starta koverlagaleik. Hugmyndina fékk ég eftir að Einar nokkur Torgeirz sendi á mig link inn á síðu sem geymdi mishræðileg kover af Smells like Teen Spirit. Reglurnar eru einfaldar: í hverri lotu eru þrjú stig í pottinum, eitt fyrir flytjanda, eitt fyrir nafn lags og eitt fyrir höfund. Til mikils er að vinna en sá sem er fyrstur til að safna 21 stigi fær að launum bjór, en þar erum við að tala um 200kr+ verðmæti. Byrjum hér á einu nettu:
koverlag1

Saturday, January 07, 2006

Símanum mínum var stolið !!

Í dag er ég pirraðri en allt ! Símanum mínum og veskinu mínu var stolið í gær, og miðinn minn á Hættu tónleikana með HAM innanborðs var í veskinu (mér greinilega ekki ætlað að sjá HAM !). Eftir nokkuð gott djamm með vinum mínum endaðum við á Hressó, og þegar við ætluðum að fara þaðan kom í ljós að það var búið að tæma vasa úr öllum jökkum og tæma öll veski. Reiði minni og pirringi á þeim tímapunkti verður ekki lýst með orðum. Svo er ég líka að mála herbergið mitt og missti því af bandý í dag, sem var líklega bara fyrir bestu. Hefðu örugglega enda með að slasa einhvern óvart. Síminn minn var ekki orðinn 2 vikna gamall og var svo töff, alveg sama um veskið (nema tónleika miðann) það er bara bögg en maður sækir bara kortin sín aftur. Vil biðja þann sem stal símanum mínum að vinsamlegast hafa samband við mig svo ég geti slegið hann og fengið símann minn aftur !!!