Tuesday, January 30, 2007

Aftur í baunalandið

Já, nú er maður aftur kominn til Danmerkur, mér til gleði og sorgar. Ég var orðinn svolítið þreyttur á aðgerðarleysinu heima, þ.a. það er fínt að vera kominn í skólann aftur. Mér líst vel á kúrsana og þó ég búist við mikill vinnu frá þeim, þá held ég að skólaönnin verði skemmtileg. Hins vegar er leiðinlegra að skilja eftir heima fjölskyldu, vini og kærustu. Maður var farinn að sakna þeirra strax frá fyrsta degi. Og svo tapaði Ísland naumlega fyrir Dönum, er niðurbrotinn maður þessa stundina. Lífið er súrt og sætt þessa dagana. Langar í tæki eins og Star Trek svo ég geti ferðast fram og til baka án nokkurar fyrirhafnar.

Wednesday, January 17, 2007

Rokkað með Rúna Júl

Já, nú er heimsfrægðin bara á næsta leiti. Kallinn búinn að stíga upp á svið og rokka með Rúna Júl, reyndar í auglýsingu sem mun vekja upp mikinn bjánahlátur hjá öllum sem þekkja mig og með gítar sem er safngripur og virkar ekki. En það er ekki það sem gildir, heldur svaðalegir taktar mínir við hlið Keflavíkurkempunar goðsagnakenndu, eða eitthvað þannig. Og hann gaf mér plötu. Heimurinn mun liggja sigraður að fótum mínum.

Thursday, January 11, 2007

Einu sinn var til sjöundi áratugur

og þá voru Cream til. Örugglega eitt best spilandi band sem til hefur verið. Hefði alveg verið til í að sjá þá á tónleikum.

Mér finnst líka alltaf gaman þegar einhverjir gera grín að Pantera. Sérstaklega Phil Anselmo. Pantera voru samt skíturinn '94.

Veit hvað ég ætla að gera þegar ég verð gamall

Ganga í ellikór

Monday, January 08, 2007

Hvar er Þórir ?














Þeir sem geta fundið mig fá kannski bjór ;)