Tuesday, January 30, 2007

Aftur í baunalandið

Já, nú er maður aftur kominn til Danmerkur, mér til gleði og sorgar. Ég var orðinn svolítið þreyttur á aðgerðarleysinu heima, þ.a. það er fínt að vera kominn í skólann aftur. Mér líst vel á kúrsana og þó ég búist við mikill vinnu frá þeim, þá held ég að skólaönnin verði skemmtileg. Hins vegar er leiðinlegra að skilja eftir heima fjölskyldu, vini og kærustu. Maður var farinn að sakna þeirra strax frá fyrsta degi. Og svo tapaði Ísland naumlega fyrir Dönum, er niðurbrotinn maður þessa stundina. Lífið er súrt og sætt þessa dagana. Langar í tæki eins og Star Trek svo ég geti ferðast fram og til baka án nokkurar fyrirhafnar.

3 Comments:

Blogger Einar said...

Ég held að þú meinir að þig langi í Star Trek seríurnar svo að tíminn verði fljótari að líða.

2:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe mér finnst þú svo sniðugur einar.

annars er nú ekki langt í að þú snúir aftur! árshátíð jei

11:55 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Nei, það líður hjá. Verður gaman. Annars á ég eitthvað af sjónvarpsefni. Náði mér í Hogfather BBC myndina, nýjasta Heroes og ætla að prufa þætti sem heita Battle for Rome.

12:10 PM  

Post a Comment

<< Home