Saturday, December 09, 2006

Múhameð fer til fjallsins

Já, nú er kjallinn bara loksins kominn í eigið húsnæði í Danmörku eftir að hafa verið formlega skráður í landinu í 3 mánuði. Kominn í einstaklings "íbúð" sem innheldur 13m2 svefn -og vinnuherbergi sem inniheldur rúm og skrifborð, baðherbergi og forstofu með 2 skápum. Íbúðin inniheldur líka lúxus eins og lítinn vegg á gólfin á baðherberginu sem aðskilur sturtuna og klósettið og kemur þannig í veg fyrir að vatnið flæði yfir allt baðherbergið. Slíkur lúxus er vandfundinn í Danmörku. Annar lúxus er svalir sem ég get lokað fyrir með glæru plasti. Gefur möguleika eins og að opna svalahurðina til að lofta út. Geyma úti drykki eins og sódavatn, kók og bjór meðan sæmilega kalt er í veðri og geyma þvottagrind. Síðan hef ég aðganga að sameiginlegu elhúsi þar sem ég hef afnot af ýmsum eldhúsáhöldum, boxi til að geyma dót, eina hillu og box í ísskáp, box í botninum á frystikistu og litlum skáp.
En ég er að hugsa um að fara að laga mér kaffi og læra eitthvað. Dagurinn í gær fór að bera drasl, flytja, og hjálpa Gaua að flytja. Dagurinn í dag mest megnis að skrúfa saman borð, stól, lampa, kaupa lengri netsnúru svo borðið gæti verið nálægt glugganum og millifæra mat í ísskápinn. Próf á þriðjudaginn. Gleði framundan.

1 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Til hamingju með svítuna. Það verður víst seint sagt að það sé verið að splæsa of miklu plássi á stúdentagarðana.. En þú færð allavega að hafa þitt eigið baðherbergi :) Það fá víst ekki allir.

Þú rúllar þessum prófum upp og kemur sæll og glaður heim um jólin ;)

7:08 AM  

Post a Comment

<< Home