Flipp á faraldsfæti
Síðasta laugardag kíkti ég stuttlega heim á klakann. Ástæða þess var að ég og Gaui ákváðum að koma óvænt í grímupartý til Birnu og Einars. Okkar fannst það voða sniðugt þar sem við gætum verið í búning og allir að spá hverjir þetta væru og ég veit ekki hvað. Klukkan var reyndar 5 eða 6 um morguninn og við vorum á Beduhin Bar að sötra öl númer eitthvað, EN hugmyndin þótti samt góð daginn eftir og flugmiði var verslaður. Eftir magnaða Slayer tónleika á föstudagskvöldinu var þá drifið sig heim frá Svíþjóð til að fara að sofa og vakna í flug daginn eftir. Þrátt fyrir mikla líkamlega þreytu eftir tónleikana var maður svo uppstrekktur eftir Slayer að það gekk hægt að sofna. Það tókst þó að lokum og það tókst svo að vakna og drífa sig upp á Kastrup svo maður gæti lagt sig í flugvélinni. Klukkan ca. 14:30 á staðartíma var maður svo kominn í frostið á Íslandi og Karl Jóhann nokkur var svo elskulegur að ná í mig. Svo var drifið sig út á nes og hurðin heima opnuð. Foreldrar mínir fengu vægt flog þegar ég birtist skyndilega inn um dyrnar og ætlaði að sækja fötin mín sem ég hafði gleymt á þvottasnúrunni í haustfríinu. Þau höfðu meira að segja verið svo sniðug að slysast til að kaupa of mikið af kjöti í matinn svo ég fékk kindafilé og rauðvín með. Endurfundir gleðilegir með öllu. Svo var það að malla forlátan draugabúning úr laki, hafa með sér bjór, gítar, 1L af Opal til að gefa, sækja Guðjón, sækja Kalla og drífa sig í partý.
Ég hélst nú ekki óþekktur lengi þar sem Einar þekkti mig strax þrátt fyrir lakið. En partýið var voðalega skemmtilegt og það var mikið trallað, drukkið, sungið, spilað á gítar, horft á myndbandið um Kameloso, búningar sýndir og mikið snjóað á meðan. Maggi á að klæða sig eins og kafteinn Kolbeinn að staðaldri! Svo snjóaði svona hressilega. Gekk eitthvað að hægt að koma sér heim, en við fengum svo að lokum rasista leigubílstjóra sem lét nokkur miður falleg orð falla um hörundsdökkt fólk þegar hann keyrði framhjá svörtum strák sem var að bardúsa við reyna að labba í gegnum snjólagið.
Sunnudag var meira af veislumat heima og svo kíkt til Gunna að skoða betur nýju höllina í Árbænum. Þar tókum við á því og gláptum á Mission Impossible 3 og gamlan Bond.
Mánudag var svo planið að fara í bíó að sjá Bond. Ég var samt sá eini af vinum mínum sem komst inn þar sem skyndilega var mættur múgur af fólki í Regnbogann sem vildi sjá Bond og ég var sá eini sem mætti tímanlega. Hefði keypt miða handa þeim en það var enginn þarna þegar ég mætti svo ég hafði engar áhyggjur af þessu. Þeir fóru víst á Mýrina í staðinn. Bond var góður, mæli með honum.
Snemma á þriðjudagsmorgni var svo alvaran tekin aftur við og flogið til Køben þar sem mín beið að fara upp í DTU að klára síðustu skýrlsuna í Acoustic Communication með vinnuhópnum mínum.
Eini gallinn var hvað maður var stutt og gatt ekki hitt alla sem mann langaði að hitta. Verð sem betur fer töluvert lengur heima (svona 4 vikum meira) þegar ég kem heim eftir jólaprófin. Hver veit nema mér takist að halda eitthvað gott partý í tilefni 25 ára afmæli míns þann 27 desember. Sjáum hvað gerist ;)
Ég hélst nú ekki óþekktur lengi þar sem Einar þekkti mig strax þrátt fyrir lakið. En partýið var voðalega skemmtilegt og það var mikið trallað, drukkið, sungið, spilað á gítar, horft á myndbandið um Kameloso, búningar sýndir og mikið snjóað á meðan. Maggi á að klæða sig eins og kafteinn Kolbeinn að staðaldri! Svo snjóaði svona hressilega. Gekk eitthvað að hægt að koma sér heim, en við fengum svo að lokum rasista leigubílstjóra sem lét nokkur miður falleg orð falla um hörundsdökkt fólk þegar hann keyrði framhjá svörtum strák sem var að bardúsa við reyna að labba í gegnum snjólagið.
Sunnudag var meira af veislumat heima og svo kíkt til Gunna að skoða betur nýju höllina í Árbænum. Þar tókum við á því og gláptum á Mission Impossible 3 og gamlan Bond.
Mánudag var svo planið að fara í bíó að sjá Bond. Ég var samt sá eini af vinum mínum sem komst inn þar sem skyndilega var mættur múgur af fólki í Regnbogann sem vildi sjá Bond og ég var sá eini sem mætti tímanlega. Hefði keypt miða handa þeim en það var enginn þarna þegar ég mætti svo ég hafði engar áhyggjur af þessu. Þeir fóru víst á Mýrina í staðinn. Bond var góður, mæli með honum.
Snemma á þriðjudagsmorgni var svo alvaran tekin aftur við og flogið til Køben þar sem mín beið að fara upp í DTU að klára síðustu skýrlsuna í Acoustic Communication með vinnuhópnum mínum.
Eini gallinn var hvað maður var stutt og gatt ekki hitt alla sem mann langaði að hitta. Verð sem betur fer töluvert lengur heima (svona 4 vikum meira) þegar ég kem heim eftir jólaprófin. Hver veit nema mér takist að halda eitthvað gott partý í tilefni 25 ára afmæli míns þann 27 desember. Sjáum hvað gerist ;)
1 Comments:
Það fór alveg framhjá mér að leigubílstjórinn væri rasisti... það eina sem mig rámar í var að á milli þess sem ég svaf þá hugsaði ég "ef ég væri ekki svona þreytt og full þá væri ég skíthrædd um að fara út af eða keyra á..."
En gaman að sjá ykkur:)
Post a Comment
<< Home