Friday, November 10, 2006

Plötubúðir eru hættulegar fjárhag mínum

Ég get einfaldlega ekki stigið inn í plötubúð án þess að kaupa eitthvað. Skelfilegur sjúkdómur. Í dag fór ég að þvælast um Køben með honum Birni Önundi að skoða orgell. Skoðuðum meðal annars flott notað orgell með meðfylgjandi Leslie snúningsmagnara á 16.000 DKK = 186400 ISK. Hægt að fá gott 70's rokksánd úr slíkum grip, auk ýmissa annarra skemmtilegra hljóða. Svo fórum að þvælast niður í bæ og kíkti ég í nokkrar hljóðfæraverslanir líka því mig langar í Fendar Jazzbass, helst með aktívum pikköppum. Danir vilja þó fá 5000 - 7000 DKK = 58250 - 81550 ISK fyrir slíkan grip, held minnst 6500 DKK = 75725 ISK ef pikköpparnir voru aktívir. Finnst það heldur mikið fyrir grip framleiddan í Mexíkó. Svo enduðum við á að kíkja inn á TP Musik Marked þar sem Björn hafði aldrei stigið þar fæti inn þrátt fyrir að hafa búið hér í meira en eitt ár. Þar sé ég að sjálfsögðu Beneath The Remains með hressu brasilísku strákunum í Sepultura á tilboði og stenst því ekki freistingu að bæta henni við safnið. Sé svo líka Doolitle með Pixies sem mig vantaði líka. Hleyp því með þessar tvær plötur að afgreiðslukassanum og greiði fyrir 140 DKK = 1631 ISK áður en ég enda með að kaupa eitthvað meira. Hefði eflaust endað með að kaupa plötu með Herbie Hancock sem var þarna á tilboði ef ég hefði ekki drifið mig í að borga.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home