Monday, September 25, 2006

Metal: A Headbangers Journey

Ég var að enda við að horfa á þessa skemmtilegu heimildarmynd eftir metaldúdda sem er master í mannfræði. Drauma mannfræðiverkefnið hans var víst að kanna hvað væri svona spes við þungarokk svo hann gekk í það að gera þessa ansi skemmtilegu heimildarmynd. Mæli hiklaust með að kíkja á hana ef þið hafið annaðhvort gaman af þungarokki eða eruð bara forvitin að vita hvað sé málið. Mig er alla vega farið að langa að hlusta á meira þungarokk en ég hef gert upp á síðkastið :D
Nokkrir punktar:

- Dee Snider hættir aldrei að koma mér óvart með hvað hann er skemmtilegur í viðtölum.
- Að heyra rauðhnakkana í Cannipal Corpse tala um minnkaðar fimmundir og tónlistarfræðina á bakvið þungarokk er fyndið.
- Ronnie james Dio er ekkert smá lítill !!!
- Tom Arya er kaþólikki ... sá ekki fyrir mér að það gæti gengið upp þegar menn eru söngvarinn og bassaleikarinn í Slayer. Guð ku víst ekki hata okkur því Guð hatar ekki. Spurning hvað Kerry King finnst um það (líklega alveg sama þar sem hann var þarna rétt hjá)
- Álit mitt á svartþungarokki batnaði ekkert. Hvernig þessir sauðdrukknu, uppdópuðu og rugluðu Norðmenn með rauðvínssafnið sitt fá það út að kristni hafi verið þvinguð á þá og þeir þurfi að brenna mörg hundruð ára gamlar kirkjur mun ég aldrei skilja. Þyrftu að opna eins og eina sögubók. Engin kristin þjóð í Evrópu hafði nokkurn mátt til að vera þvinga kristni upp á Skandinava fyrir þúsund árum, þeir sáu um það alveg sjálfir að gerast kristnir.

Og örugglega einhver sniðug augnablik sem ég er að gleyma.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Noregskonungar var reyndar duglegur að sjá um þau mál... en hei, langar að sjá þessa mynd, hvar fær maður hana? Annars staðar en bittorrent það er

9:57 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Já, Norðmenn kristnuðu sjálfa sig. Geta lítið vælt yfir því. Alla vega. Frekar erfitt fyrir mig að setja þetta á netið þar sem myndin er rúm 700 MB að stærð. Gætir pantað frá Amazon, á víst að vera hellingur af áhugaverðu aukaefni með myndinni, sérþáttur um blackmetal og eithvað meira. Eða ég get komið í heimsókn með tölvuna mína eftir 2 vikur.

3:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Líst vel á síðastnefnda

1:39 PM  

Post a Comment

<< Home