Tuesday, September 19, 2006

Stundum er erfitt að vakna á morgnanna

Í dag var svoleiðis dagur. Vaknaði kl 6 í morgun við það að einhver staðar í húsinu var vekjaraklukka að missa sig og enginn að slökkva á henni. Ég átti að mæta kl 8:30 í skólann svo síminn var stilltur á að vekja mig klukkan 7. Náði nokkrum auka mínútum af svefn áður en hann fór af stað. Langaði mikið að halda áfram að sofa, en píndi mig á lappir og maulaði skál af kornflögum áður en haldið var út og í átt að strætóstoppinu. úti var öll umferðin í skralli og strætóarnir komust hægt áfram og voru alltaf fullir þegar þeir loksins komu svo ég neyddist til að gefa strætóinn upp á bátinn og labba rösklega að næsta Metro (neðjarðarlestin) stöð. Þegar Metroið var búið að skila mér á Nørreport kom á daginn að tölvukerfið sem stýrði lestunum var í skralli og þær því í tómu tjóni. Þá var ekkert annað að gera en að troða sér í þvöguna sem vildi komast í strætóinn í átt að DTU. 30 mín af stappaðri strætóferð síðar var ég svo loksins kominn í skólann og tókst að mæta aðeins 15 mín of seint í tíma með svart kaffi í pappaglasi við hönd. Fólk var svo týnast inn í stofuna fyrsta klukkutíman svo ég var greinilega ekki einn um að eiga myglaðan morgun.
Fékk svo líka Office Space atvik þegar ég ætlaði að prenta mér glósur en prentari var alltaf að stífla sig og heimta með jöfnu millibili að ég reddaði því. Prentarar sem virka ekki eru með mest óþolandi hlutum sem til eru, ásamt faxtækjum, ljósritunarvélum og C++ forritum.
En, núna er ég búinn að ná að leggja mig í klukktíma, fara í sturtu og orðinn hress. Á morgun kemur nýr dagur og hann getur ekki annað en verið minna myglaður en dagurinn í dag. Kannski að Ikea verði jafnvel búið fá aftur dýnur fyrir svefnsófa svo ég geti eignast rúm og bjargað sjálfum mér frá baktengdri örorku :D

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Oj ég átti líka svona slæman morgun... og dag líka! ojbara ullabjakk.
Þetta hefur verið eitthvað í norðurlandaloftinu:p

5:26 PM  
Blogger Guðjón said...

Ahh svo fridsælt hja mer i morgun. Tok hjolid bara og komst thetta a godum tima mohahahaha.

En eitt sinn var eg med andud a hjolum, og sagdi almenningssamgongur hina einu rettu lausn, verd ad jata thad.

p.s. a ad fara a Loppen ad sja Singapore Sling?

11:50 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

ég held það bara Gaui

2:53 AM  

Post a Comment

<< Home