Friday, September 08, 2006

Matarhornið - Kabli Chane

Þar sem ég er núna kominn á það stig í mínu lífi að þurfa að láta námslán duga fyrir leigu, mat, síma, bjór og ýmsu öðru ætla ég að henda hér inn uppskrift að indversku grænmetiskarrý frá austanverðu Indlandi sem er bæði virkilega gott á bragðið, inniheldur flest nauðsynleg næringarefni og dugar til að fæða 4 manneskjur fyrir ca. 500 - 600 kr kostnað, þ.e. ef menn eiga til kryddin (annars er startkostnaðurinn af þeim aðeins meiri, en þau endast líka ansi lengi).

250g kjúklingabaunir
800ml lítrar af vatni
2 stórir laukar
dós af söxuðum tómötum
biti af ferskri engiferrót
1 grænn chillí pipar (má sleppa honum)
1-2 hvítlauksrif
1 tsk salt
1 tsk mulið cumin
1 og 1/2 tsk mulin kóríander
1/2 tsk turmeric
1/2 tsk chillí duft
1 tsk garam masal kryddblanda
matskeið af kóríander laufum

Byrjið á því að setja baunirnar í bleyti daginn fyrir. Látið svo vatnið leka af þeim og sjóðið í vatninu með saltinu í ca. 50 mín.
Þegar baunirnar eru búnar að fá að sjóða í ca. 30 mín skulu þið saxa fínt laukinn, engiferið, hvítlauk og chillí. Hitið pönnuna og steikið við meðalhita þar til laukurinn er farinn að verða mjúkur og aðeins brúnn. Setjið yfir kryddinn og salt eftir smekk og steikið í ca. 1 mín (hræra vel á meðan) og hellið svo yfir söxuðu tómötunum. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur þ.a. tómatarnir verði að mauki. Þegar baunirnar eru búnar að fá að sjóða skuluð þið setja karrýsósuna út í pottinn með baununum og vatninu, hrærar vel saman, setja lok yfir og leyfa því að malla við lágan hita í minnst 10 mínútur. Gott er að leyfa því að malla í alveg 30 - 45 mín svo baunirnar taki í sig bragðið og sósan verði sem þykkust. Hrærið svo að lokum saman við þetta garam masal kryddblöndunni og kóríanderlaufunum og berið fram með grjónum og/eða naan brauði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home