Wednesday, September 06, 2006

Almenningssamgöngum í Danmörku er illa við mig !

Já, í dag eyddi ég 3 klukkutímum í lest og strætóferðir, sem mér finnst ekkert voðalega skemmtilegt. Byrjaði á því að fyrsti strætóinn sem ég ætlaði að taka um morguninn lokaði á mig og fór. Næsti á eftir var fullur og keyrði bara framhjá. Olli því að ég var góðan klukkutíma á leiðinni í skólann. Í skólanum tók við dagur af hlutafleiðujöfnum, kaffidrykkju og vondum mat úr mötuneitinu. Skylst að þar sé víst sjaldan eitthvað ætt að borða, þarf að fara að smyrja. Svo átti að fara að koma sér heim og stússast, en lestakerfið var í einhverju hönki og lestarnar voru ekkert að komast áfram sem olli því að það tók mig um 90 mín að komast á aðalbrautarstöðina í staðinn fyrir þessar venjulegu 20 mín. Var sem betur fer með ipodinn með mér svo ég gat hlustað á eina og hálfa plötu meðan ég beið.
Svo tapaði Ísland 2 - 0 fyrir Dönum !!!
Aldrei séð jafnlélega vörn, og það var bein útsending af stemningunni frá sportbarnum þar sem ég var. Niðurlæging dagsins fullkomnuð :(
En á morgun kemur nýr dagur sem verður vonandi hressari og landsliðið verður bara að drullast til að þétta vörnina, nýta dauðafærin og vinna næsta leik !!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home