Wednesday, July 12, 2006

Til hamingju Gunnar

Um síðustu helgi gerðist sá merkilegi atburður að hann Gunnar Rafn vinur minn til 15 ára, eða svo, gekk í það heilaga með kærustu sinni Jessicu (núna konu), en þau hefði verið saman þá í 5 ár. Athöfnin fór fram á árbakka Elliðarár í fínu veðri og var sæt og krúttleg í alla staði. Nóg var um vænar veigar, frábær matur, minns hélt ræðu og tróð svo og upp með Blásýru og spilaði þar til fólk hafði ekki hvorki ráð né rænu lengur á að hrista skanka. Það er ekki laust við að skrítin tilfinning fari um mann að einn af mans elstu og bestu vinum sé orðinn virðulegur og giftur heimilisfaðir þó þetta sé ekkert sem komi manni óvart.
Óska þeim velfarnaðar um aldur og ævi og megi þau ávallt vera hamingjusöm !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home