Wednesday, March 29, 2006

Remember, remember the 5th of November !!

Fór nú á Sunnudagskvöldið var að sjá bíómyndina V for Vendetta og skemmti mér mjög svo vel. Hugo Weaving (Agent Smith úr Matrix)fer á kostum sem V, og allir aðrir leikarar standa sig með stakri prýði. Myndin er skrifuð af Wachowski bræðrunum eftir myndasögu Alan Moore, en þeir færðu okkur einmitt Matrix myndirnar. Get sagt það að þeir hefuð betur sleppt því að gera Matrix 2 og 3, sem útskýrðu ekkert og í raun gerðu Matrix dótið að endanlegu bulli, og drifið sig í að gera þessa í staðinn. Hér er nóg af pælingum, passlega mikið aksjón og ofbeldi og persónur sem manni stendur ekki alveg á sama um. V er á skemmtilegan hátt bæði hálfgerð hetja og andhetja, berst fyrir frelsi, en beitir til þess hryðjuverkum sem er almennt litið niður á í vestrænum samfélögum. Dettur ekkert meira sniðugt í hug til að segja um myndina og ætla því bara að benda þér á að drífa þig í bíó ! Verður ekki fyrir vonbrigðum !!

2 Comments:

Blogger Einar Steinn said...

Hefurðu lesið myndasöguna? Hún er alger snilld.

12:09 PM  
Blogger Birna Kristín said...

Skellti mér á föstudaginn. Hreint frábær mynd! Þessa mynd ætla ég að eiga.. En ég þarf greinilega að fara að taka mig á í lestri á myndasögum

1:49 PM  

Post a Comment

<< Home