Saturday, March 11, 2006

Vitlaust númer

Átti frekar spes símtal í dag. Síminn hringir heima og ég svara. Á hinni línunni er stúlka sem vill vita við hvern hún er að tala. Ég segist heita Þórir og hún greininlega á því að þekkja mig, því hún lætur móðan mása en segist svo þurfa fá sér að borða, muni hringja í mig á eftir. Ég segi bara ok, legg á og velti því í smástund fyrir mér hvur fjárinn þetta hafi verið. Pæli svo ekkert meira í því. Nokkru síðar hringir hún svo aftur ! Búinn að fatta að hún hafi verið að hringja í vitlaust númer, eða í raun hafði einhver heima óvart hringt í hana. Kemur á daginn að hún á vin sem heitir Þórir og hélt að ég hefði verið hann, en svo var ekki. Þannig kynntist ég stuttlega stúlku sem heitir Hulda og ég veit ekkert hver er. Jamm, heimurinn er skrítinn !

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahaha.. ég elska svona atvik!

Helgiheiðar

3:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hálfminnir mig þegar einhver kona hringdi óvart í mig frá Kaffi París og húðskammaði mig fyrir að koma ekki og hitta sig. Síðan þegar hún var búin að skamma mig í 5 mín þá fékk ég að tala, fattaði hún þá að hún hefði hringt í rangt númer...ekki er það orðum aukið að hún varð svolítið skömmustuleg

Kristján Haukur

5:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er spennandi! Nú verðum við að ná henni í kórinn

3:51 AM  
Blogger Harpa Hrund said...

já þetta er örugglega "sign"
verðum að hafa uppi á stúlkunni :p

11:55 AM  

Post a Comment

<< Home