Friday, June 16, 2006

Wyrd bið ful aræd

Finnst ykkur stundum að sama hvað þið gerið þá séuð þið enn föst á sama stað ? Föst á punkti A og komist ekki á B ! Mér finnst það soldið furðuleg tilfinning sem á það til að ásækja mann. Ekki er ég gamall, rúmlega 24 ára, en samt finnst mér oft eins og ég sé orðinn soldið gamall og ætti að vera búinn að afreka miklu meira. Nú er ég að fara að brautskrást loksins úr HÍ þann 24 júní, eftir óþarflega mikið streð og vesen, og að fara að flytja að heiman til Köben í master. Samt finnst mér einhvern veginn eins og ekkert sé að breytast af neinu viti. Margir af mínum vinum að fara að klára master, kominr í stjórnunarstöðu í vinnunni sinni og sáttir þar. Mér hefur aldrei hlotnast það að fá starf tengt mínu námi og hef því ekki minnstu hugmynd um hvort mér muni líka við þær vinnur sem munu vera í boði þegar þetta nám er loksins allt búið. Vinir í kringum mann að giftast og eignast börn hægri og vinstri og maður sjálfur eilífðar síngúll. Maður ætti að vera búinn að afrekar töluvert meira á þessum 24 árum, en samt kannski ekki. Örlögin eru skrítinn hlutur. Kannski finnur maður aldrei fyrir þessum breytinugm í lífi manns þó þær séu að gerast, en kannski gerir maður það. Kannski ætti ég bara að hætta þessu heilaroki áður en ég slasa mig af ofreynslu. Ekki gott að reyna að vera of djúpur :)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

veit hvað þú meinar :)

Helgiheiðar

10:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta kemur allt. Svo lengi sem maður er ekki að fara fram úr sjálfum sér reddast hlutirnir.

Einar

5:54 AM  
Blogger Linda said...

Mer finnst thad nu akvedid afrek ad na ad vera enntha einhleyp/ur thegar madur er 24. Thad er algjor otharfi ad flyta ser i einhvern pakka thott ad allir adrir seu ad gera thad. Eg er ekkert ad segja ad thad se eitthvad verra ad vera stadbundinn en thad eru bara svo margar leidir i lifinu sem eru einnig i bodi. Madur er alltaf ad fara i gegnum einhverjar breytingar, alltaf ad motast held eg. Madur tekur bara ekki alltaf eftir thvi.

kv. Linda Lola punk

2:37 AM  

Post a Comment

<< Home