Friday, August 18, 2006

Stíf kaffidrykkja - fyrsta skrefið í átt að ellinni ?

Ég var að átta mig á vissri þróun sem hefur átt sér stað á lífsvenjum mínum síðasta árið eða svo. Þrátt fyrir hafa bæði gengið í gegnum hinn lærða skóla MR og þjösnast í 5 ár í misleiðinlegu B.S. námi í verkfræði í HÍ, þá er það ekki í raun fyrr en síðasta haust sem kaffidrykkja fór að vera almennur partur af mínu lífi. Eftir nokkur ár í MR var aðeins byrjað að daðra við kaffið til að halda manni gangandi á verstu tímunum, þá með mjólk og miklum sykri til að höndla bragðið. Fyrstu árin í HÍ var svipað upp á teningnum, nema hvað kaffið var vanalega svart og drukkið með þyngstu dæmunum. Daðraði síðan aðeins við te drykkju, reyna að vera menningarlegur og finna mitt innra zen með grænu tei. En svo gerast þau kaflaskil að pabbi fær kaffivél í jólagjöf sem malar kaffið ferskt úr baunum. Eftir það var ekki aftur snúið og kaffidrykkjan fór að aukast smátt og smátt þar til hún náði hámarki í 48 klst heimaprófi í merkjafræði. Nú er svo komið fyrir mér að ég lifi ekki daginn af nema að fá amk. einn polla af kaffi. Sjálfseyðingarhvötin virkar náttúrulega eins og smurt hjá mér, mun seint teljast hafa járnmaga, og vil því hafa matinn minn kryddaðan, bjórin bragðmikinn og kaffið nógu sterkt til að ég geti bæði smjattað á því og skrifað endurminningarnar með því.
En líkmanninn þarf ekkert koffín til að komast í gang. Bara fíkn sem veldur því að við þurfum alltaf meira og meira koffín. Ætli maður muni einhvern tíman sleppa núna úr viðjum ávanans og komast í gegnum lífið án þess að fá kaffi ? Eins gott að ég reyki ekki !

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú ert bara að fara í gegnum ákveðið þróunarstig. Kaffið er bara fyrsti fasi. Næsta er að klæðast flíspeysu alla daga. Seinasta er að ganga í skyrtu innan undir flíspeysunni með penna í brjóstvasanum. Þá ertu orðinn glæsilegur verkfræðingur.

10:21 PM  
Blogger Einar Steinn said...

Ég byrjaði að drekka kaffi í MR og hef ekki litið til baka síðan. Koffeinið er orðið nauðsynlegur hluti af tilveru minni.

1:42 PM  

Post a Comment

<< Home