Fluttur að heiman
Þennan dag, hinn 3 sept 2006, hefur átt sér stað hinn merkilegi atburður að Þórir Hrafn Harðarson er fluttur að heiman 24 ára gamall. Frónn hefur verið kvaddur og ég sestur hér að í svínakjötsparadísinni Danmörku næstu tvö árinn, fyrir utan að maður kemur heim þegar það er haustfrí, og jólafrí, og vorfrí, og páskafrí, og sumarfrí. Sem sagt hálft árið verður mar hér í Köben og hálft heima. Ég er þá líklega bara hálfnaður með það að flytja að heiman ? En það er alla vega ágætis skref, sérstaklega fyrir jafn heimakæran einstakling eins mig.
9 Comments:
Nú er rigning, kannski því að þú stakkst af?
rigndi líka helling á mig í dag hér í Danmörku ! Æðri máttarvöld kannski að láta í ljós óánægju sína ?
Ég myndi segja að þú sért fullorðinn og fluttur að heiman. Maður nær vonandi að kíkja á þig einhvern tímann í vetur
Er ekki ljótt að segja að maður sé orðinn fullorðinn :)
Velkominn í fullorðinna manna tölu og velkominn til Danaveldis, þar sem bjórinn vex á tánum eða var það trjánum. Sé þig eflaust á þriðjudaginn kemur.
ert aldeilis meira fullorðinn en ég... i´ll never grow up
Mig langar heim til mömmu... þar sem þarf ekki að borga leigu og þrífa sameign, þar sem maður fær alvöru góðan heimilismat og ást og umhyggju á hverjum degi!
Æi þetta er alltaf betra í mynningunni, það er best að búa ein, vera sinn eigin herra/frú og fara eins oft í heimsókn og maður getur:)
Til hamingju með að fullorðnast og að flytja út... þó ég sé nú sammmála Hörpu, ég ætla aldrei að verða fullorðin, ætla alltaf að vera ung í anda:)
Mer finnst eg eiginlega thurfa ad taka a mig meiri abyrgd thegar eg by heima hja ma&pa thvi ad thar tharf eg ad ala upp trja naestum fullvaxta karlmenn og thrifa risavaxid hus sem virdist hladast upp af drasli a hverjum degi. Thad verdur s.s. bara svoldid fri ad bua aftur ein... a samt eftir ad sakna thess ad fa ekki mommumat...
Ég sá nú að mestul eyti um að elda heima, þ.a. ég held það séu frekar þaus sem sakni þess að fá ekki matinn minn frekar en öfugt :)
Post a Comment
<< Home