Ég á rúm og sófa
Í dag er mðvikudagur. Miðvikudagar eru stærðfræðidagar. Þá er á dagsrká hjá mér fyrirlestur um hlutafleiðujöfnur fyrir hádegi, svo dæmatími, hádegi, annar fyrirlestur um hlutafleiðujöfnur og svo dæmatími til 17:00. Sem sagt hlutafleiðujöfnur frá 9:00 - 17:00. En þegar stærðfræðinni var lokið kíkti ég á heimasíðu Ikea og komst að því að svefnsófinn sem ég hafði skoðað í búðinni í síðustu viku, og var ekki til á lager þá, var kominn aftur á lager. Þá var bara strax skundað með strætó til Ikea og eftir smá leit á lagernum, vopnaður lista sem starfskona Ikea lét mig hafa, var ég búinn að fjárfesta í þessu fína rúmi/sófa. 2 tímum síður kom svo heimsendingarbílinn með það að íbúðinni hans Óla á Øresundskollegi. Vopnaður sexkant tók ég mig svo til og smellti rúminu saman meistaralega. Sænsk húsgögn eiga sko ekkert í lagni mína með einföld verkfæri eins og sexkant og skrúfjárn. Á morgun þarf ég svo ekki að vakna snemma til að ná lest í skólann og get því leyft mér að sofa út á nýju rúmmi. Eintóm gleði :D
4 Comments:
Right on!
Ég er líka orðin ansi fær með sexkantinn og skrúfujárnið! Setti saman fatastand, hillu og hljómborðsfætur alveg sjálf:)
Ég er líka orðin ansi fær með sexkantinn og skrúfujárnið! Setti saman fatastand, hillu og hljómborðsfætur alveg sjálf:)
Mikið er ég fegin að þú þarft ekki lengur að sofa á gólfinu.. Þá er það bara örbylgjuofninn, teflonpannan og þurrkarinn næst á dagsskrá ;)
Post a Comment
<< Home