Sunday, October 15, 2006

Svo þú heldur að þú kunnir að dansa ?

Nei, ég held ekki neitt, veit vel að ég kann lítið fyrir mér á því sviði. Kíkti með vinum (meira vinkonum) á salsakvöld á Cafe Cultura í gær. Þar var fullt af fólki sem fetti sig og beygði við salsa taktinn og var með þetta á hreinu. Ég gerði loks eftir smá öldrykkju heiðarlegar tilraunir en, eins og flestir norður germanskir karlmenn, þá fékk ég nú ekki dansgen í vöggugjöf. Ég væri þó alveg til í að kunna eitthvað að dansa, lúkkar soldið kúl að geta gert sig að nafla alheims á dansgólfinu. Geri það kannski að verkefni framtíðarinnar að ef ég einhvern tíman eignast kærustu að draga hana á námskeið. Hver veit, ég gæti jafnvel verið búinn að læra grunnsporin áður en ég verð 37 ára.

7 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Það er náttúrulega alltaf mesta pressan á ykkur strákana í svona dansi. Ég var nú ekki að gera það gott.. tja nema þegar ég dansaði við einhvern sleipan :)

5:38 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Ég hélt alltaf að þeir þyrftu ekki að gera neitt, stæðu þarna bara á meðan stelpan snýst og flýgur út um allt. En svo var ég að vinna í sumar með alvöru dansara og þá var þessi misskilningur leiðréttur. Gaurinn á víst að sjá um allt og stýra dansinum, og fleygja stelpunni um þ.a. hún snúist og fljúgi. Bara erfiðisvinna og líkamsrækt. Þá er algerlega betra að kunna eitthvað í staðinn fyrir ekkert :)

7:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Dansa, hvað er betra en að dansa...

Það er svo gaman að vera fleygt hingað og þangað og snúast og fljúga:)
Ég hef nú bara dillað mér í einhverjum takt hingað til og ekki pælt neitt sérstaklega í neinum sporum... maður kíkir kannski á dansnámskeið einn daginn:)

11:24 PM  
Blogger Óli said...

Ég man nú eftir að hafa séð þig dansa fugladansinn óaðfinnanlega haustið 2003 á uppboðskvöldi kórsins.
Kannski er salsa bara ekki þinn dans.

1:40 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

já, ætti kannski að mastera mig í fugladansinum. Þá ætti ég að geta vakið hrifningu hvert sem ég fer !

2:50 PM  
Blogger Karl Jóhann said...

Ef þú ætlar ekki að eignast kærustu fyrr en þú ert 37 ára þá hef ég smá áhyggjur...

4:12 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Þessu var nú meira beint að öflugum danshæfileikum mínum. Hitt má bara tæklast sem fyrst. En miðað við velgengi síðustu ára veit ég ekkert hvenær því tekst að ganga upp.

6:48 AM  

Post a Comment

<< Home