Sunday, November 12, 2006

Að hafa hár, eða meira hár. Þar liggur efinn

Ólafur Haukur nokkur, góð vinur, sambýlingur, og gagnkynhneigður lífsförunautur, hefur heimtað að ég setji upp netkosningu. Einu sinni leit ég út u.þ.b. svona:





sýnist samt að ég sé örugglega tiltölulega nýklipptur á þessari mynd þar sem hárið á mér var að staðaldri aðeins síðara en þarna. Gekk eitthvað illa hjá mér að finna myndir af mér frá þessum tíma. Þar sem ég var ekki alveg jafn úbervirkur í kórfélagslífinu þá og síðar varð raunin. Þeir sem vilja því kanna málið frekar ættu því að skoða meira af myndum úr eldra myndasafni kórsins.
Óli alla vega saknar lubbans og vill fá hann til baka. Hefur aldrei verið ánægður með þá ákvörðun mína að klippa mig. Núna lít ég út u.þ.b. svona:





Til að friða Óla ætla ég því að setja hér fram netkosningu. Með atkvæði Óla hefst því staðan sem:
sítt hár 1 vs minna sítt 0

Öllum sem langar að leggja atkvæði í belg er frjálst að gjöra svo.

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hmmm... Þessi Ólafur hljómar ekkert sérlega gagnkynhneigður samkvæmt þessu ;) Persónulega styð ég "minna stutt" í þessu samhengi en of stutt (Lokaár MR stutt) er ekki málið og of sítt er held ég ekki málið heldur. En ég vil heyra frá e-m stelpum hvað það varðar...

12:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

P.s. þú mátt ekki teygja myndirnar svona, þær verða frekar funky!

12:18 PM  
Blogger Birna Kristín said...

Ég segi styttra! Mér finnst það flottara. Hitt væri alveg málið í menntaskóla en það erum við víst ekki lengur.

3:24 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Lýsing mín á Ólafi var kannski of emó. Hana ber að taka með fyrirvara. Baslið með myndirnar var að þær voru ekki í sambærilegum gæðum, og þar sem þetta er nú ekki það alvarleg kosning þá nennti ég ekki að laga þetta betur til. Annars hefur misjöfn hársídd bæði kosti og galla. Það er mun meira gaman á tónleikum og spila á tónleikum þegar maður hefur lubba til að fleygja um. Þarf maður líka ekki að hafa áhyggjur af að greiða sér á morgnana þar sem hárið getur ekki verið að standa út í allar áttir. Hins vegar veit ég það alveg að þorri stúlkna vill yfirleitt stutt frekar en sítt. En ég hef nú ekki þurft að vera bægja þeim frá með priki hingað til. Og hver veit, hársíddin gæti kannski laðað að réttu týpurnar. Gæti alla vega trúað að það sé soldið erfitt að búa með mér ef þú þolir illa tónlist sem má skilgreina sem iðnaðarhávaða og hugsanlegt pyntingartól í höndum BNA.

4:38 PM  
Blogger Telma said...

Ég vil að þú sért eins og ég: með stutt hár:)

Svo safnarðu í takt við mig, er það ekki? hehehe

5:21 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Hljómar eins og áætlun Telma ;)

3:30 AM  
Blogger Linda said...

nei nei nei!!! vertu loðinn, eins loðinn og þú mögulega getur, ok? Vertu frekar síðan lubba... og safnaðu skeggi. Skegg er best í heimi!!!

6:41 AM  
Blogger Linda said...

og já. ég er komin með nýja síðu:
www.123.is/hnota

kíktu í heimsókn.

6:42 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Ég skal kíkja í heimsókn, og uppfæra hlekkinn á síðunni minni.
Annars er ég búinn að prufa að safna skeggi hér í Danaveldi. Ég sá samt að það var ekki alveg að gera sig þar sem það er ansi misþykkt hjá mér blessað. Mér finnst alla vega ekkert rosalega töff að hafa bara yfirvaraskegg öðrum megin :)

6:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hehehe... yfirvaraskegg öðrumegin

Ég er almennt sammála Lindu um loðna gaura og lubba, en mér finnst stutta hárið samt flottara. Þú ert líka með svo þykkt hár og í mörgum síddum svo þú getur alveg hent því eitthvað til og frá þegar tilefni er til... mér finnst hárið allavega töff svona:)

1:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Safna hári, ekki spurning. Safna bobby fisher skeggi, ekki spurning. Síða hárið er málið, getur verið með stutt hár hin 60 árin sem eru eftir hjá þér, nýta tímann núna þegar þú ert í skóla og ekki í vinnu með útlits-code.

5:54 AM  
Blogger Linda said...

Ég pissaði í mig af hlátri yfir nokkrum komentunum þínum á myndunum mínum! Mér finnst þú mættir samt alveg taka upp idie lúkkið svona einstaka sinnum... til hátíðarbrigða.

12:56 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Gott að maður gat valdið gleði. Indie lúkkið var ágætt, en það krefst sléttujárns og að ég eyði meira en 5 mín í að greiða mér. Gæti tekið Harald hárfagra pólinn á þetta og neitað að klippa mig fyrr en ég er orðinn verkfræðingur. Neitað að stytta það alla vega. Ef ég fer ekki í klippingu að láta þynna hárið gæti það lifnað við og reynt að ná heimsyfirráðum.

5:10 AM  

Post a Comment

<< Home