Wednesday, November 29, 2006

Vísindi efla alla dáð

Incubus voru að gefa út nýja plötu sem ber nafnið Light Grenades. Þetta er band sem ég hef lengi átt í ástar/hatur sambandi við. Þeir drengir gáfu út hin stórskemmtilegu S.I.E.N.C.E. árið 1997 og hefur hún lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. En eftir útgáfu hennar hafa þeir smá saman dregið úr öllu sem gerðu hana svona skemmtilega, blanda af þungum gítarriffum og fönki, og fyllt upp í staðinn með poppi. Það fer því alltaf í taugarnar á mér þegar ég heyri nýja plötu með þeim hve langt þeir hafa fjarlægst það sem þeir voru að gera á S.I.E.N.C.E. , hlusta á þær einu sinni tvisvar og gef þær upp á bátinn. En svo gerist það alltaf að ég hlusta á þær aftur og gef þeim annan séns og læt smitast af meðalmennsku poppkrókunum. Gerðist alla vega með Morning View og Crow Left of the Murder. Sjáum hvernig þessi mun meltast hjá mér, hvort ég muni taka hana í sátt, eða endanlega gefast upp á Incubus. Ég get þá bara haldið áfram að hlusta á The Sword.
Annars eru 14 dagar í fyrsta próf hjá mér.
En það eru einnig 26 dagar til jóla.
Og það sem betra er að það eru 23 dagar þangað ég til ég get hætt að húka einn og yfirgefinn í herbergiskitru með kaffi að læra. Þá get ég komið heim og glaðst með vinum og vandamönnum í ca. 5 vikur. Eitthvað til að hlakka til í skammdeginu hérna í Køben.

Phil Anselmo , eins ágætur söngvari og hanner, er ekki alveg með allar skrúfur hertar held ég :)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hann er bara leifar af manni, held hann sé búin að dópa frá sér allt að 90% vitsins, ég meina... vá...

3:21 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Black Sabbath ..... I mean ... Black Sabbath .... Sabotage ... Thats the shit ... (slefar aðeins á sig) ... I was 12 on a boat.
Alveg rosalegt hvað hann er steiktur.

4:52 AM  

Post a Comment

<< Home