Friday, May 09, 2008

Mér er heitt

Ég sit fyrir framan tölvunni í íbúðinni okkar. Sólin skín miskunnarlaust á mig og ég svitna eins og svín meðan að ég reyni að vinna úr gögnum í Matlab. Mig grunar að ég muni ekki eiga eftir að kvarta framar yfir kuldanum á Íslandi þegar þetta sumar er á enda.

Var á fyrirlestir í gær

Um lög Dana gagnvart nauðvörn. Núna veit ég að hér er Indiana Jones talsvert að fara yfir þá heimild um vald sem nauðvarnarlöggjöfin bíður upp á.

Wednesday, May 07, 2008

Fór í biffen

Og sá Iron Man. Verð að segja að mér fannst hún nokkuð skemmtileg og held ég að það megi skrifast að mestu leyti á hann Robert Downey Jr. Honum tekst að gera skemmtilega ofurhetju sem er á sama tíma svöl en samt pínu misheppnuð. Jeff "the dude" Bridges kemur líka á óvart sem ótrúlega vondur vondikall.
Þeir sem eru jafnmikil njerðir og ég og geta spottað Tom Morello í myndinni fá öl.

Sunday, May 04, 2008

Mig langar

Að sjá þessa mynd. Veit ekki af hverju. Pælingin á bakvið þessa mynd hljómar bara svo illa að hún hlýtur að vera góð.