Sunday, April 27, 2008

Horfði á Rambo 4 í gær

80's krakkanum í mér fannst gaman að fylgjast með gamla búntinu brytja niður ógrynnin öll af vondum köllum. Kom mér á óvart að þetta var bara hin fínasti hasar. Fullkomin mynd fyrir þá sem nenna ekki að þurfa að pæla í spaklegum samtölum og vilja bara sjá fólk snýta rauðu hægri og vinstri.

Tuesday, April 15, 2008

Hér með staðfest

Maís-tortillur eru mikið betri en hveiti-tortillur. Mjög ánægður með að Føtex búðin í nágreninu sé farinn að selja slíkt.
Gerði chilí á sunnudaginn var og prufaði að fara alla leið til Texas með það með því að gúgla mér uppskrift af kornbrauði og ég verð að segja að það er mikil snilld. Hráefnið hræódýrt, tekur innan við 10 mínútur að vippa deiginu saman, 25 mínútur í ofn og svo er maður komin með þetta fína brauð með sætu kornbragði. Gott bæði sem meðlæti með krydduðum mat eða eitt og sér með kaffinu. Hér er uppskriftin sem ég fann. Ég set þó spurningmerki við magn sykurs í henni, og set ekki nema c.a. matskeið í brauðið mitt. Finnst tæpur bolli fullmikið af hinu góða.
Ég er líka búinn að komast að því að suðurríkja chilí er einkar þægilegur sunnudagsmatur, sérstaklega þar sem nautahakk er eina hráefnið sem maður getur verið viss um að fá á sunnudögum hér í Danaveldi. Svo lengi sem maður er með hakk, chilí pipra, niðursoðna tómata og lauk, getur maður nokkurn veginn dömpað hvaða afgangsgrænmeti sem maður á eftir vikuna.

Saturday, April 12, 2008

Heja Norge

Um síðustu helgi var skroppið í stúdentafrí til Kristiansand í Noregi að heimsækja hana Hafdísi. Flogið var af stað til Osló með norsku ofurlággjaldaflugfélagi snemma á fimmtudagsmorgni. Í Osló beið okkar hangs á aðalbrautarstöðinni meðan að við biðum eftir að lággjaldarútan færi til Kristiansand. Eftir 5 tíma skrölt í rútunni, þar sem við sváfum mest alla leiðina, vorum við svo loks komin til Kristiansand um níuleytið um kvöldið, þar sem Hafdís beið okkar á bleiku hjóli. Versluðum í matinn og hófum fyrstu öldrykkju kvöldsins.
Daginn eftir skoðuðum við miðbæinn í Kristiansand, sem er ferkantaður, lítill og sætur. Fengum okkur kaffi og röltum svo um upp skógiþakinn hól á eyju við bæinn. Sáum þar meðal annars dádýr og fallbyssur. Eftir það var mál að drífa sig í búðirnar þar sem Norðmenn leyfa bjórsölu í búðunum, en læsa bjórkælunum klukkan sex. Fengum þá að komast að því að Noregur er örugglega eina landið sem er með dýrari bjór en Ísland :o Um kvöldið tók svo við meiri eldamennska og ölþamb með alþjóðlegum íbúum stúdentagarðanna.
Laugardagurinn fór í svipaða rútínu, meiri göngutúr í norsku skóg -og hálendi, nema núna hittum við brjálaðar endur og Sigrúnu tókst að detta niður úr tré og snúa sig.
Eftir göngutúrinn var þynnkan farinn og tími á meiri eldamennsku og öldrykkju. Svo var kíkt í partý á kollegíinu, þaðan haldið niður í bæ og svo eftirpartý í herberginu hennar Hafdísar.
Sunnudagurinn fór svo í almenna þynnku og vídeogláp.
Mánudaginn var svo haldið af stað heim til Köben snemma um morguninn. Í þetta skiptið var ekki sofið alla leiðina í rútunni, þ.a. að maður gat skoðað norskt landslag út um gluggan, sem er töluvert mikilfenglegra en það danska. Við tók svo önnur bið í Osló, en í þetta skiptið ákváðum við að rölta aðeins um miðbæ borgarinnar. Sáum t.d. vaktaskipti við konungshöllina og komumst að því að Karl Jóhann er mjög vinsæll þar á bæ. Um mánudagskvöldið voru svo þreyttir en glaðir ferðalangar komnir aftur heim á Svanevej.

Einhverjir myndir má finna hér, en svo ætti Hafdís einnig að luma á fleirum.