Tvö búin, eitt eftir
Jæja, þá hefur munnlega prófi nr.2 verið slátrað og niðurstaðan 8 á danska skalanum og 10 auka ETC einingar í bankann minn. Hefði alveg verið til í einum meira þar sem ansi mikil vinna fór í kúrsinn, en ég kvarta ekki, alla vega ekki mikið. Ef allt gengur svo eins og það á að ganga næsta þriðjudag verð ég formlega hálfnaður með meistaranámið mitt. Og eftir viku kem ég svo heim. Þá vantar mig sjálfboðalið til að drekka ótrúlega mikið af bjór með mér og mála bæinn skærrauðan. Svo þarf maður bara að reyna að vera duglegur í sumar að æfa taekwondo, bandý og fótbolta til að vega upp á móti væntanlegu ölþambi :D
2 Comments:
Þú getur komið til mín í útskriftarveislu og æft bjórþambið um leið og þú lendir. Þér er allavega boðið í veislu á miðvikudaginn til að fagna með mér :)
Jessica
Ég mun gera mitt besta til að láta sjá mig ;)
Post a Comment
<< Home