Monday, March 26, 2007

Apkoobi Arae-makki Naeryo-chagi

Ég er kominn með gula beltið í Taekwondo, sem jafngildir 8unda kup. Byrjar með 10unda kup og vinnur þig upp í 1st kup, sem er rautt belti með 3 svörtum röndum. Eftir það er hægt að fá svart belti og safna sér dan gráðum. Við Björn mössuðum að vakna eldsnemma á sunnudagsmorgni til að mæta í próf, þrátt fyrir að klukkutími hefði verið rændur af okkur í nafni sumartíma. Nú á ég lágar beltagráður í þremur asískum bardagaíþróttum, en fyrir hef ég nokkrar neðrigráður í jiu jitsu og karate. Nú er spurning hvort maður haldist í þessu og eignist svart belti, eða haldi áfram að safna neðri gráðum úr fleiri bardagalistum. Væri gaman að verða ógurlega góður í einhverju einhvern tíman á ævinni. Virðist geta orðið mellufær í flestu sem ég tek mér fyrir hendur, en maður er aldrei með þeim bestu. Eitthvað til að stefna að. En kannski er það ofmikið vesen. Ætli það sé ekki meira gaman hjá okkur B-fólkinu.
Þeim sem langar að ljá skoðun sína á málinu er frjálst að gera svo. Eitthvað minna samt verið um það síðustu daga.

Lag dagsins í dag er:
Unstich Your Mouth
með Sparta

2 Comments:

Blogger Einar said...

Ég er bara með lágt belti í einni bardagalist. Er svo með meis og kylfu ef kúkurinn lendir í viftunni...

3:54 PM  
Blogger Sigrún said...

Ef maður sérhæfir sig of mikið í einhverju einu getur maður ekki prófað jafn margt og kemst þá kannski aldrei að því að það er eitthvað allt annað sem mann langar miklu frekar að gera... svo ég segi bara lifi fjölbreytnin! ;) eða eitthvað... :p

9:37 AM  

Post a Comment

<< Home