I Only Dream In Black & White
Er fleyg setning úr Iron Maiden slagara. Mig dreymir vanalega aldrei neitt þannig að ég muni sérstaklega eftir. En það hefur hins vegar gerst núna tvisvar undanfarið. Líklega bæði út af röskun á svefn snemma um morgun, annars vegar á mánudaginn þegar einhverjir fóru að bora á ansi hreint kristilegum tíma. Og svo núna miðvikudagsmorgun þegar eldsnemma var einhver vinnuvél að skemmta sér fyrir utan. Bæði skiptin rumskað ég einstaklega pirraður, náði svo að sofna aftur og fékk svo þessa steiktu drauma.
Nr.1
Ég var kominn heim í árshátíðarpásuna. Nema hvað að kokkurinn hafði beilað og ég var beðinn um að elda eitthvað, karrý minnir mig. Þ.a. ég var á fullu spani að æfa fyrir ballið og reyna að redda hráefni í mat. Nema þegar ég var að elda skemmdi einhver matinn og henti honum öllum. Ég fór þá eitthvert út á land að reyna að redda nýju hráefni fyrir veislumatinn, en festist þar af einhverri einkar furðulegri ástæðu, og komst ekkert heim aftur fyrr en seint á sunnudagskvöldinu. Svo vaknaði ég.
Nr.2
Einhverja hluta vegna voru Aerosmith mættir í heimsókn heima úti á nesi. Ekki veit ég af hverju, þar sem ég hlusta ekki beint mikið á Aerosmith að staðaldri. En þarna voru þeir, og við að horfa á einhver steikt og útúrreykt tónlistarmyndbönd við Blue Oyster Cult lög. Svo átti bróðir minn eitthvert safn af Aerosmith tónleikum á VHS og við vorum að spóla í gegnum það að reyna finna einhvern brandara sem Steve Tyler hélt að hann hefði sagt á sviði. Svo vaknaði ég.
Nú geta fróðir menn spreytt sig á að ráða þessa steypu. Eða kannski ekki. Eflaust ekki gott fyrir geðheilsuna ykkar :D
Nr.1
Ég var kominn heim í árshátíðarpásuna. Nema hvað að kokkurinn hafði beilað og ég var beðinn um að elda eitthvað, karrý minnir mig. Þ.a. ég var á fullu spani að æfa fyrir ballið og reyna að redda hráefni í mat. Nema þegar ég var að elda skemmdi einhver matinn og henti honum öllum. Ég fór þá eitthvert út á land að reyna að redda nýju hráefni fyrir veislumatinn, en festist þar af einhverri einkar furðulegri ástæðu, og komst ekkert heim aftur fyrr en seint á sunnudagskvöldinu. Svo vaknaði ég.
Nr.2
Einhverja hluta vegna voru Aerosmith mættir í heimsókn heima úti á nesi. Ekki veit ég af hverju, þar sem ég hlusta ekki beint mikið á Aerosmith að staðaldri. En þarna voru þeir, og við að horfa á einhver steikt og útúrreykt tónlistarmyndbönd við Blue Oyster Cult lög. Svo átti bróðir minn eitthvert safn af Aerosmith tónleikum á VHS og við vorum að spóla í gegnum það að reyna finna einhvern brandara sem Steve Tyler hélt að hann hefði sagt á sviði. Svo vaknaði ég.
Nú geta fróðir menn spreytt sig á að ráða þessa steypu. Eða kannski ekki. Eflaust ekki gott fyrir geðheilsuna ykkar :D
4 Comments:
Bwahahahaha... Steven Tyler!
Einmitt, wtf með Aerosmith :)
Freud hefði nú örugglega haft ýmislegt að segja um þessa drauma.
Freud hefði nú örugglega haft ýmislegt að segja um þessa drauma.
Post a Comment
<< Home