Sunday, February 04, 2007

Gyllt eða fjólublátt ?

Í gær var kórinn með þemapartý. Þemað var liturinn fjólublár. Mig langaði reyndar slatta til að fara, en þar sem eitt stykki rúmhaf og töluvert margir kílómetrar voru á milli mín og partýsins var það ekki alveg í myndinni. Ég kíkti því í heimsókn til Guðjóns, sem er enn að bíða eftir að barnið sitt nenni á fætur og inn í heiminn, og við tókum lítið Austin Powers maraþon með tilheyrandi ølsötri. Sigrún tók þetta hins vegar með trompi og var nógu fjólublá til að dekka okkur bæði, enda var hún valin fjólubláust af öllum. Kom mér meira að segja skemmtilega á óvart hvað fjólubláa lúkkið var að koma sterkt inn. Hér kemur því smá fyrir og eftir svo fólk fái hugmyndir um hvaða áhrif það hefur að vera með fjólublátt hár.

ljóshærð prinsessa:






fjólublár pönkari:



6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

How very anime. Mjög töff, ég ætlaði sko en ég á engin fjólublá föt og fjólublár hanakambur fer mér ekki vel. Hvenær verður rautt þemapartí?

6:06 AM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Árshátíðinni ? :P

7:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er búin að heyra ýmsar útgáfur af því hverju ég líkist á þessari mynd: star trek karakter, álfi, persónu í manga teiknimynd...

6:14 AM  
Blogger Birna Kristín said...

Fjólubláa lúkkið var alveg að gera sig og átti verðlaunin alveg skilið. Ljóshærða prinsessu lúkkið er samt alltaf best ;)

3:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hugsaði einmitt þegar ég var að reyna að finna eitthvað fjólublátt að ég hefði átt að krefjast þess að hafa rautt þemapartý af því að ég á nóg af rauðu.. en það var miklu skemmtilegra að hafa fjólublátt, það er ekki eins algengt:)

En hvernig gekk Sigrúnu annars að skola litinn úr hárinu?

5:50 PM  
Blogger Einar said...

Þetta er voðalega svona japan-streetfashion dæmi.

3:15 AM  

Post a Comment

<< Home