Monday, February 12, 2007

Gleðileg helgi, langur mánudagur.

Nú á fimmtudaginn kíktu Birna og Einar til Danmerkur og lentu ca. kl 20:00 þar sem ég tók á móti þeim með móttökuskilti og bjór. Það kvöldið fór mest megnis að finna gistipláss þeirra í úthverfi sem heitir Brønshøj, sem tókst að lokum eftir langa strætóferð og mikinn þvæling um hlaðin hús sem litu öll eins út og vöru öll með limgerði. Skóli og verklegt á föstudeginum komu í veg fyrir meiri öflugheit það kvöldið.
Á föstudeginum var svo hitt á Einar niðri í bæ og þaðan farið að versla í matinn. Planið að gera indverskt kjúklingakarrý. Það gekk ekki alveg þrautalaust fyrir sig og þurfti að grípa til ýmissa björgunaraðgerða eins og að skera með dúkahníf, brúka álpappír sem lok og krydda vel með svörtum pipar, eitt af þremur kryddum sem var til á heimilinu, eftir að í ljós kom að tjillíið sem vioð keyptum reyndist vera meira paprikusalt en tjillí. Matnum tókst einhvern veginn að vera ætur, þó þetta hafi ekki beint verið besta karrý sem ég hef gert. Bæði ég og Einar höfðum ekki fattað að borða meira en 3 banana hvor yfir daginn og drekka ósköpin öll af kaffi, svo hvaða matur sem er var vel þeginn. Svo var skemmt sér vel yfir drykkjuleikjum, söngli, kassagítarspili og bæjarferð.
Laugardagurinn var svo nýttur í að kíkja á elstu krá Kaupmannahafnar, Hvidts Vinstue, fá sér sushi á Sticks 'N Sushi á Istergade og skemmta sér meira. Jafnvel of mikið. Ég var alla vega kominn í leiðinlega röflgírinn undir það síðasta. Kannski ekki sniðugur leikur að kaupa Tuborg Gold í búðinni, sem reyndist vera 5.8%
Í þynnkumóki var svo kíkt á nýfædda Gaujadóttur á sunnudeginum. Þaðan var svo kíkt til Kristjaníu að fá sér kvöldmat á Spise Loppen. Maturinn þar töluvert betri en útlitið á staðnum gefur til kynna. Svo var sælan bara úti.
Píndi sjálfan mig á fætur í morgun og dreif mig skólann. Komst þá að því að Torben úr Acoustic Communications frá því fyrir áramót var með gestafyrirlestur um heyrnarskaða, allt dót sem kunni, þ.a. ég hefði alveg getað leyft mér að sofa út. Eftir hádegi tók svo við áframhaldandi vinna í verklegu. Svo skriðið heim rétt eftir sjö með sjoppulega tyrkjapítsu og nettan hausverk eftir langan vinnudag.
We work hard. We play hard.

4 Comments:

Blogger Birna Kristín said...

Þetta var GOOÓÐ helgi. Frábærar móttökur, gott karrý (allt nema glerbrotið ;), sérstaklega góður sushi veitingastaður og frábær félagsskapur.

Takk fyrir mig!

3:36 PM  
Blogger Þórir Hrafn said...

Verður svo bara enn betra næst þegar þið komið ;)

3:46 PM  
Blogger Einar said...

Þetta var alveg feikigóð helgi, góður matur, góður félagsskapur og alles. Hefði mátt vera aðeins hlýrra samt.

8:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

oh, mig langar í heimsókn... kem eftir þrjár vikur ;)

1:23 PM  

Post a Comment

<< Home