Nöldrist
Mér leiðist þessa dagana. Mikið af skýrslum, mikið að kóða stærðfræði forrit. Lítið að gera annað. Kíkti reyndar á bíó með Birni í gær að sjá Last King of Scotland. Hún var ansi hreint góð. En að staðaldri eru samskipti mín við annað fólk eitthvað í minna lagi miðað við það sem hefur verið vaninn hjá mér undanfarin ár. Óli fluttur heim, Gaui upptekinn við uppeldi, Sigrún og vinaskarinn heima á Íslandi. En kannski á maður ekki að vera að nöldra. Sigrún kemur alla vega í heimsókn næsta miðvikudag. Gott páskafrí 30 mars, sem ég stefni á að reyna nýta vel. Jafnvel halda partý föstudaginn langa eða eitthvað þess háttar. Þarf að fara að spila tölvuleiki aftur, sökkva mér í nördaáhugamálin mín eða eitthvað svoleiðis.
5 Comments:
Ég var einmitt að hugsa á föstudaginn að það er nú soldið langt síðan þið strákarnir hafið tekið alvöru nördaspilakvöld :)
Hlakka til að sjá þig um páskana
Jessica
Já, warhammerið hefur ekki verið dregið upp ansi lengi. Gunni og Atli ættu nú að geta reynt að gera eitthvað í þessu, ekki langt fyrir drengina að fara til að geta tekið spil :D
Partý á Íslandi? Ég er alltaf á Ísafirði þegar þú heldur partí:p
já, hætta þeirri vitleysu Hafdís :P
Mér finnst að þú eigir að taka upp WoW. Þá er alltaf nóg að gera.
Post a Comment
<< Home