Thursday, March 22, 2007

Þórir mælir með

Quicksand og Rites of Spring.

Quicksand voru þungarokkspönkara sem voru starfandi á fyrri hluta tíunda áratugarins. Gáfu út tvær breiðskífur, Slip árið 1993 og Manic Compression árið 1995. Hljóma svolítið eins og ef Tool væri pönkrokkband. Eðal stöff sem hefur klifrað hratt upp metorðastigan hjá mér síðan ég varð var við tilveru þeirra fyrir ekkert svo löngu síðan.

Rites Of Spring er pönkrokkband sem voru aktívir um miðjan níunda áratuginn, eða 1984 - 1986 og gáfu út eina plötu samnefnda sveitinni. Hún var svo endurútgefin árið 1991 undir nafninu End On End. Uppgötvaði þessa tappa fyrir nokkrum dögum og hefur verið að meltast vel hjá mér. Eru víst titlaðir sem fyrsta formlega emo bandið, þar sem textarnir eru yfirleitt frekar bituri og söngvarinn duglegur að gera sig hásan. Er þó að mínu mati laust við allt væl í söngnum sem vill einkenna nútíma emo.

Quicksand á Wikipedíu
Rites of Spring á Wikipedíu

Quicksand - Thorn In My Side
Quicksand - Lie And Wait
Rites Of Spring - For Want Of

0 Comments:

Post a Comment

<< Home