Tuesday, March 20, 2007

Faktum !

Að fara niður á bókasafn CBS (Copenhagen Buissnes School) eykur einbeitingu og afköst á hvern mældan klukkutíma, miðað við að sitja heima og læra. Einnig skemmir ekki fyrir að geta fengið félagsskap Guðjóns nokkurns Emilssonar í kaffipásunum. Því er nýtt plan á dagskrá: fara á bókasafnið þegar maður ætlar að læra heima. Reyna að ná smá skipulagi á námstilveru mína og gera minna af því að vera vinna á köflum langt fram á nótt. Sjáum hvernig það gengur þar sem ég hef ekki verið neitt sérstaklega skipulagður síðustu 25 ár eða svo.

1 Comments:

Blogger Sigrún said...

Ég hef eytt 22 árum í að komast að því að baráttan við skipulagið er vonlaus... allavega í mínu tilfelli ;) Vonandi gengur þér betur!

2:29 AM  

Post a Comment

<< Home