Og þá kom blogg
Ekki skrifað hérna í heilan mánuð. En nú skal gera bót úr því !
Síðast hafði ég fengið gula beltið. Síðan þá hefur eftirfarandi gerst:
1. fór heim í páskafrí sem var einstaklega skemmtilegt. Hitti kærustuna, vinina, fjölskyldu og hund. Hélt skemmtilegt teiti og spilaði spil, bandý og fleira skemmtilegt.
2. Þurfti að fara aftur út til Danmerkur þann 11. apríl, nema núna kom Sigrún með daginn eftir. Fékk gefins gamalt sjónvarp sem var reitt á milli stúdentagarða á hjóli. Sigrún kom svo með gamlan DVD spilara með sér sem hún fékk gefins. Í tilefni þess var kíkt í Fona og keyptar DVD myndir á tilboði. Lært og svo lært aðeins meira. Náði mér svo í kvef stuttu áður en Sigrún þurfti að fljúga heim. Fékk því að njóta þess einn að vera kvefaður, en það er nokkurn veginn farið núna.
Ekki merkilegt á pappír, en samt töluvert skemmtilegri mánuður en orðin gefa til kynna. Grunar að næstu 30 dagar verði ekki alveg jafn hressir þar sem prófatíð er að ganga í garð, en hún er einmitt leiðinlegast tíð ársins og kemur því miður tvisvar. Eftir hana verður svo reyndar stanslaust stuð í 3 mánuði :D
Síðast hafði ég fengið gula beltið. Síðan þá hefur eftirfarandi gerst:
1. fór heim í páskafrí sem var einstaklega skemmtilegt. Hitti kærustuna, vinina, fjölskyldu og hund. Hélt skemmtilegt teiti og spilaði spil, bandý og fleira skemmtilegt.
2. Þurfti að fara aftur út til Danmerkur þann 11. apríl, nema núna kom Sigrún með daginn eftir. Fékk gefins gamalt sjónvarp sem var reitt á milli stúdentagarða á hjóli. Sigrún kom svo með gamlan DVD spilara með sér sem hún fékk gefins. Í tilefni þess var kíkt í Fona og keyptar DVD myndir á tilboði. Lært og svo lært aðeins meira. Náði mér svo í kvef stuttu áður en Sigrún þurfti að fljúga heim. Fékk því að njóta þess einn að vera kvefaður, en það er nokkurn veginn farið núna.
Ekki merkilegt á pappír, en samt töluvert skemmtilegri mánuður en orðin gefa til kynna. Grunar að næstu 30 dagar verði ekki alveg jafn hressir þar sem prófatíð er að ganga í garð, en hún er einmitt leiðinlegast tíð ársins og kemur því miður tvisvar. Eftir hana verður svo reyndar stanslaust stuð í 3 mánuði :D
1 Comments:
Jey, blogg :D
Post a Comment
<< Home