Tuesday, July 31, 2007

Skrifstofurými

Alla vega einn þáttur þeirra ágætu myndar stemmir nú við mitt vinnulíf. Þegar ég mæti á morgnanna kemst ég ekki gang fyrr en ég er búinn að vera að vafra á netinu í svona c.a. 20-30 mín og ná þannig að vakna til lífs og endurheimta grunnhæfni í tölvunotkun fyrir þann daginn. Ég vinn í hálf-kubbarými, kubbarnir eru bara hálfir á hæð. Prentarinn hérna er líka leiðinlegur, hann prentar yfirleitt alltaf með bláu Sjóvá merki efst, jafnvel þó ég segi að hann eigi að taka úr hinum bakkanum. Einstaka sinnum gerir hann það þó ekki. Virðist ekki vera nein rök á bakvið hvað hann gerir.
Þegar ég var að vafra í dag komst ég að því að gaurarnir í Mastodon voru allir c.a. 30 ára þegar þeir stofnuðu bandið, sem þýðir að ég hef enn c.a. 10 ár til að meika það með góðri samvisku. Verst að ég myndi örugglega aldrei nenna að vera atvinnumúsíkant og þurfa að hýrast í rútu megnið af árinu. Samt gaman að spila.

Sleeping Giant

2 Comments:

Blogger gemill said...

Já, ég tek undir þetta með prentarann. Ég held að allir skrifstofumenn eigi einhvern erkióvin á vinnustaðnum og oftar en ekki er það prentarinn á staðnum. Ég á t.d. einn slíkan óvin. Hann prentar bara alls ekkert sama hvað ég bið hann um að prenta oft.

Eftir að hafa næstum tekið hann með mér einn daginn út á klambratún til að stúta honum, komst ég þó að því að einn samstarfsfélagi minn var búinn að vera með fullt af einhverjum print jobs í gangi en þau komust ekki í gegn. Hann fór svo bara í frí... og menn naga bara blýanta núna.

8:57 AM  
Blogger Björn said...

Hérna er einn æðislegur prentari sem prentar alltaf báðum megin á síðurnar. Það getur verið mjög fínt til að spara pappír, en sömuleiðis mjög pirrandi að öðru leiti. T.d. þurfti ég að prenta 1 síðu í 8 riti sem kynningarefni og prentarinn gaf mér 4 blöð báðum meginn. Alveg frábært .... þeir sem sitja hlið við hlið á fundinum geta bara horft á sitthvora hliðina á blaðinu

12:11 PM  

Post a Comment

<< Home