Tuesday, July 31, 2007

Skrifstofurými

Alla vega einn þáttur þeirra ágætu myndar stemmir nú við mitt vinnulíf. Þegar ég mæti á morgnanna kemst ég ekki gang fyrr en ég er búinn að vera að vafra á netinu í svona c.a. 20-30 mín og ná þannig að vakna til lífs og endurheimta grunnhæfni í tölvunotkun fyrir þann daginn. Ég vinn í hálf-kubbarými, kubbarnir eru bara hálfir á hæð. Prentarinn hérna er líka leiðinlegur, hann prentar yfirleitt alltaf með bláu Sjóvá merki efst, jafnvel þó ég segi að hann eigi að taka úr hinum bakkanum. Einstaka sinnum gerir hann það þó ekki. Virðist ekki vera nein rök á bakvið hvað hann gerir.
Þegar ég var að vafra í dag komst ég að því að gaurarnir í Mastodon voru allir c.a. 30 ára þegar þeir stofnuðu bandið, sem þýðir að ég hef enn c.a. 10 ár til að meika það með góðri samvisku. Verst að ég myndi örugglega aldrei nenna að vera atvinnumúsíkant og þurfa að hýrast í rútu megnið af árinu. Samt gaman að spila.

Sleeping Giant

Friday, July 27, 2007

Flöskudags haiku

Tíminn líður hægt
Nenni ekki að vinna
Mig Langar í øl

Thursday, July 26, 2007

Robin Williams og Vin Diesel spila Warhammer40.000

Og þar af leiðandi er sannað það sem ég ávallt vissi, það er svalt að vera WH40k nörd. Wikipedia veit meira um málið.

Friday, July 20, 2007

Ákvað að blogga

Ég hef ekkert bloggað síðan ég kláraði prófin mín í vor. Er að hugsa um að gera heiðarlega tilraun til að breyta því. Byrja kannski á að telja upp hvað hefur drifið á daga mína í sumar hingað til:

Flaug heim og byrjaði að vinna við að tölvunördast hjá Sjóvá. Gera ferlagreiningar og reyna að forrita vefsíðulausnir á asp.net og C# með misöflugum árangri.

Kom mér aldrei til að finna taekwondo yfir sumartímann, verð bara að vera þeim mun duglegri þegar ég fer aftur út Danmerkur í haust. Reyndi í staðinn að virkja til fótbolta sem gekk ágætlega til að byrja með, en hefur síðan dalað töluvert og gæti verið búið að syngja sitt síðasta.

Við Sigrún fórum í sumarbústaðarferð í boði Birnu og Einars þar sem við fjögur ásamt Kalla, Telmu og Brynhildi litlu vorum í góðu yfirlæti yfir heila helgi.

Karl Jóhann og Telma Björg gifta sig í dag og slegið verður til veislu (aldarinnar ?) þar sem mikið verður um veigar, tjútt og klassísk uppstilling Blásýru kemur saman í fyrsta skipti í nokkurn tíma til að sjá til þess að þakið rifni af öllum nærliggjandi húsþökum.

Skráði mig í kúrsa. Er að fara að læra um magnara, hljóðnema, mp3, sjálfvirk stýrikerfi og tölvuleiki.

Lærði að spila Twilight Imperium, borðaspil sem hefur verið að koma alveg einstaklega sterkt inn hjá mér.

Keypti flug til Danmerkur, fer sunnudaginn 2. sept.

Hin og þessi partý og almenn öldrykkja.

Dettur ekkert fleiri merkilegt í hug í augnablikinu ...